Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það? Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:01 Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Samgöngur Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum. Atorka Færeyinga Þegar rætt er um gangnagerð er iðulega stutt í samanburð við Færeyjar. Færeyingar hafa staðið myndarlega að slíkum framkvæmdum síðustu áratugi, svo eftir er tekið. Sérstök félög hafa verið stofnuð um stærstu veggöng Færeyinga sem að eru að hluta til fjármögnuð með veggjöldum. Þessi félög eru nú þrjú og er hvert þeirra með sérstaka stjórn og fjárhag en innheimta veggjalda er hjá einum aðila, P/F Tunnil. Þá eru umferðarminni göng t.d. með öðrum fjölfarnari sem gerir það að verkum að framkvæmdum sem ellegar ættu ekki uppá pallborðið vegna hagkvæmnissjónarmiða ná fram að ganga. Þannig hafa stjórnvöld staðið vörð um byggðajafnrétti um allar eyjarnar. Skýr byggðastefna Atorka Færeyinga endurspeglar skýra byggðastefnu stjórnvalda. Hér á landi hefur byggðaþróun verið á þá vegu að fólk sækir í meira mæli vinnu til nærliggjandi sveitarfélaga, sveitarfélög hafa í auknu mæli sameinast, og við tölum um stór landssvæði sem eitt atvinnusóknarsvæði. Uppbygging samgöngumannvirkja þarf að vera í takti við þessa þróun. Óhætt er að fullyrða að öll veggöng á Íslandi hafi verið til bóta. Ekki aðeins þegar litið er til umferðaröryggis heldur einnig til jákvæðra hagrænna áhrifa á nærliggjandi byggðir/sveitarfélög. Ný tækni Nú er verið að smíða bora með nýrri tækni sem bræðir bergið með heitu lofti og eru rafmagnsknúnir kyndilborar þar sem hægt er að bora á margföldum hraða á við það sem tíðkast er í dag eða allt að 1 km. á sólahring í stað 5 til 10 mtr. með þeim hætti sem við þekkjum. Þetta skiptir gríðarlegu máli og ýtir undir að hægt ætti að vera að hraða framkvæmdum enn frekar en nú er. Áhrifin eru augljós og greiðar samgöngur eru forsenda byggðaþróunar. Við þurfum að sammælast um ákjósanlegasta fyrirkomulagið svo hraða megi uppbyggingu samgöngumannvirkja, þar tel ég skynsamlegt að horfa til þess fyrirkomulags sem tekið hefur verið upp í Færeyjum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar