Katrín og kvennabaráttan Þórarinn Eyfjörð skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Hún sagði að þó Ísland væri efst á lista landa í heiminum yfir kynjajafnrétti væri enn langt í land að ná fullu jafnrétti. „Við erum enn að eiga við kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi,“ sem hún sagði vera meinsemd á Íslandi. Stefán sagði að allir væru sammála um þau meginmarkmið að útrýma skyldi kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Katrín efaðist um að svo væri og benti á að víða í heiminum væri komið bakslag í kvenréttindabaráttuna. Hún sagði að á Íslandi væri t.a.m. eftirstandandi í kvennabaráttunni launamunur kynjanna. Katrín setti á laggirnar nefnd sem kanna á virði starfa á vinnumarkaðnum. Sú nefnd kannar hvernig hefðbundin kvennastörf eru metin á við hin hefðbundnu karlastörf. Katrín sagði enn fremur í viðtalinu að í gegnum Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) væri unnið að því að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Hún sagði það mikið umhugsunarefni að ekki hefði náðst jafnræði milli kynjanna í stjórnarsetu fyrirtækja. Í kvennabaráttunni er það að sjálfsögðu gott og gilt að berjast fyrir ríkari aðkomu kvenna að stjórnun fyrirtækja, en stóru verkefnin í virðismati starfa liggja ekki þar. Stærstu verkefnin liggja í að uppræta það mein sem láglaunastefnan í samfélaginu er gagnvart þeim konum sem eru á lægstu laununum. FKA er félagsskapur kvenna sem eru ekki í verkalýðsbaráttu heldur í baráttu fyrir að þær fái ríkari aðkomu að stjórnum fyrirtækja, upp til hópa konur á ágætum launum sem láglaunakvennastéttir þekkja ekki. Ég skrifaði opið bréf til forsætisráðherra og hvatti hana til að jafna launamun kynjanna í gegnum stofnanasamninga og tók undir orð hennar um að kynbundinn launamunur væri fullkomin tímaskekkja – stofnanasamningarnir væru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir og í gegnum þá væri hægt að jafna kynbundinn launamun stórra kvennastétta, sem starfa í grunnþjónustunni og í framlínunni hjá ríkinu. Þar sagði ég ennfremur að það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það er afar heppilegt í baráttunni gegn kynbundnum launamun vegna þess að Katrín ætlaði sér að laga þennan ójöfnuð. Einnig að það sé vel hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og væri hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Velferðarsamfélagið sem svo miklu skiptir fjársvelt Katrín sagði í viðtalinu við útvarpsstjóra að undirstaða framfara í heiminum væri jafnrétti kynjanna. „Það höfum við lært á Íslandi, ekki satt? Bara þegar kemur að samfélaginu, efnahagslífinu, velferðarkerfinu, ég meina, við vitum alveg hversu miklu þetta hefur skipt okkur,“ sagði Katrín. Katrín veit hver staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er. Verðbólgan er mikil og kaupmáttarrýrnun launafólks staðreynd en hagnaður banka og fyrirtækja ævintýralega mikill. Þrátt fyrir orð Katrínar um að jafnrétti, efnahagslegt réttlæti og velferð á Íslandi skipti þjóðina öllu máli, stendur ríkisstjórnin fyrir niðurskurði til velferðarmála. Skorin er niður fjárveiting milli ára til heilbrigðiskerfisins og stefnan er sú að einkavæða opinberar stofnanir og skera niður í styrkjakerfum sem ungt fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og kvennastéttir á lágum launum þurfa að reiða sig á. Það er ekki einungis aðför að velferð þjóðarinnar heldur líka lýðræðinu því sameiginlegur opinber rekstur kerfanna skiptir máli fyrir velsæld í samfélaginu. Einkavæðing í þessum kerfum hefur kennt okkur að þjónustan verður dýrari og lakari. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands sem komu fram í skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í maí á þessu ári áttu um 24% landsmanna erfitt með að ná endum saman og 51,5% meðal einstæðra foreldra. Hlutfall þeirra sem ekki gátu mætt 180.000 kr. óvæntum útgjöldum var 22,5% árið 2021, en var einnig mun hærra meðal einstæðra foreldra, eða 41,1%. Þá stendur ríkisstjórn Katrínar fyrir því að kvennastéttir í framlínustörfum í grunnþjónustunni missi vinnuna vegna niðurskurðar og uppsagna. Í umsögn BSRB segir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2024: „Alls nemur niðurskurðurinn um 8 milljörðum króna í frestun framkvæmda og um 9,6 milljörðum króna í rekstrarútgjöldum sem á fyrst og fremst á að nást með uppsögnum og starfsmannaveltu. […] Í jafnréttismati frumvarpsins kemur fram að lækkun launakostnaðar ríkisins mun bitna á konum fremur en körlum enda eru þær um tveir þriðju hlutar starfsfólks ríkisins. Konur eru einnig í meiri hluta þeirra starfa sem mun fækka vegna stafvæðingar.“ „Ég á mér draum“ Katrín Jakobsdóttir sagði að hún ætti sér draum: „Draumur minn, af því að við höfum nú sagt, af því að við ætlum að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030, [...] ég vona að Ísland verði komið þangað að geta sagt að við séum komið með fullt jafnrétti árið 2030. Það er minn draumur og það er hægt,“ sagði Katrín. Það hlýtur að vera kominn tími til að forsætisráðherra standi nú við stóru orðin og beiti sér fyrir því að verja kvennastörfin og hækka laun láglaunastéttanna, verja velsæld og verja velferðarsamfélagið að norrænni fyrirmynd gegn áhlaupi auðstéttarinnar. Það er stutt til ársins 2030 að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti, og þau réttindi kvenna sem þegar hafa náðst á vinnumarkaði geta horfið á einni nóttu ef ekki er staðinn vörður um þau eins og Katrín sagði í Segðu mér. Til að láta drauma sína rætast þarf þor og vilja. Eitt er víst, að draumar rætast ekki með því að tala aðeins um þá. Það þarf að framkvæma til þess að láta sína drauma rætast. Nú er tækifæri fyrir Katrínu að láta sinn draum rætast fyrir réttlæti kvenna. Hún hefur til þess stuðning meira en 100 þúsund kvenna. Höfundur er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn. Hún sagði að þó Ísland væri efst á lista landa í heiminum yfir kynjajafnrétti væri enn langt í land að ná fullu jafnrétti. „Við erum enn að eiga við kynbundinn launamun og kynbundið ofbeldi,“ sem hún sagði vera meinsemd á Íslandi. Stefán sagði að allir væru sammála um þau meginmarkmið að útrýma skyldi kynbundnum launamun og kynbundnu ofbeldi. Katrín efaðist um að svo væri og benti á að víða í heiminum væri komið bakslag í kvenréttindabaráttuna. Hún sagði að á Íslandi væri t.a.m. eftirstandandi í kvennabaráttunni launamunur kynjanna. Katrín setti á laggirnar nefnd sem kanna á virði starfa á vinnumarkaðnum. Sú nefnd kannar hvernig hefðbundin kvennastörf eru metin á við hin hefðbundnu karlastörf. Katrín sagði enn fremur í viðtalinu að í gegnum Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA) væri unnið að því að jafna stöðu kynja í stjórnum fyrirtækja. Hún sagði það mikið umhugsunarefni að ekki hefði náðst jafnræði milli kynjanna í stjórnarsetu fyrirtækja. Í kvennabaráttunni er það að sjálfsögðu gott og gilt að berjast fyrir ríkari aðkomu kvenna að stjórnun fyrirtækja, en stóru verkefnin í virðismati starfa liggja ekki þar. Stærstu verkefnin liggja í að uppræta það mein sem láglaunastefnan í samfélaginu er gagnvart þeim konum sem eru á lægstu laununum. FKA er félagsskapur kvenna sem eru ekki í verkalýðsbaráttu heldur í baráttu fyrir að þær fái ríkari aðkomu að stjórnum fyrirtækja, upp til hópa konur á ágætum launum sem láglaunakvennastéttir þekkja ekki. Ég skrifaði opið bréf til forsætisráðherra og hvatti hana til að jafna launamun kynjanna í gegnum stofnanasamninga og tók undir orð hennar um að kynbundinn launamunur væri fullkomin tímaskekkja – stofnanasamningarnir væru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir og í gegnum þá væri hægt að jafna kynbundinn launamun stórra kvennastétta, sem starfa í grunnþjónustunni og í framlínunni hjá ríkinu. Þar sagði ég ennfremur að það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það er afar heppilegt í baráttunni gegn kynbundnum launamun vegna þess að Katrín ætlaði sér að laga þennan ójöfnuð. Einnig að það sé vel hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og væri hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Velferðarsamfélagið sem svo miklu skiptir fjársvelt Katrín sagði í viðtalinu við útvarpsstjóra að undirstaða framfara í heiminum væri jafnrétti kynjanna. „Það höfum við lært á Íslandi, ekki satt? Bara þegar kemur að samfélaginu, efnahagslífinu, velferðarkerfinu, ég meina, við vitum alveg hversu miklu þetta hefur skipt okkur,“ sagði Katrín. Katrín veit hver staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er. Verðbólgan er mikil og kaupmáttarrýrnun launafólks staðreynd en hagnaður banka og fyrirtækja ævintýralega mikill. Þrátt fyrir orð Katrínar um að jafnrétti, efnahagslegt réttlæti og velferð á Íslandi skipti þjóðina öllu máli, stendur ríkisstjórnin fyrir niðurskurði til velferðarmála. Skorin er niður fjárveiting milli ára til heilbrigðiskerfisins og stefnan er sú að einkavæða opinberar stofnanir og skera niður í styrkjakerfum sem ungt fjölskyldufólk, einstæðir foreldrar og kvennastéttir á lágum launum þurfa að reiða sig á. Það er ekki einungis aðför að velferð þjóðarinnar heldur líka lýðræðinu því sameiginlegur opinber rekstur kerfanna skiptir máli fyrir velsæld í samfélaginu. Einkavæðing í þessum kerfum hefur kennt okkur að þjónustan verður dýrari og lakari. Samkvæmt niðurstöðum Hagstofu Íslands sem komu fram í skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins í maí á þessu ári áttu um 24% landsmanna erfitt með að ná endum saman og 51,5% meðal einstæðra foreldra. Hlutfall þeirra sem ekki gátu mætt 180.000 kr. óvæntum útgjöldum var 22,5% árið 2021, en var einnig mun hærra meðal einstæðra foreldra, eða 41,1%. Þá stendur ríkisstjórn Katrínar fyrir því að kvennastéttir í framlínustörfum í grunnþjónustunni missi vinnuna vegna niðurskurðar og uppsagna. Í umsögn BSRB segir um niðurskurð ríkisstjórnarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2024: „Alls nemur niðurskurðurinn um 8 milljörðum króna í frestun framkvæmda og um 9,6 milljörðum króna í rekstrarútgjöldum sem á fyrst og fremst á að nást með uppsögnum og starfsmannaveltu. […] Í jafnréttismati frumvarpsins kemur fram að lækkun launakostnaðar ríkisins mun bitna á konum fremur en körlum enda eru þær um tveir þriðju hlutar starfsfólks ríkisins. Konur eru einnig í meiri hluta þeirra starfa sem mun fækka vegna stafvæðingar.“ „Ég á mér draum“ Katrín Jakobsdóttir sagði að hún ætti sér draum: „Draumur minn, af því að við höfum nú sagt, af því að við ætlum að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030, [...] ég vona að Ísland verði komið þangað að geta sagt að við séum komið með fullt jafnrétti árið 2030. Það er minn draumur og það er hægt,“ sagði Katrín. Það hlýtur að vera kominn tími til að forsætisráðherra standi nú við stóru orðin og beiti sér fyrir því að verja kvennastörfin og hækka laun láglaunastéttanna, verja velsæld og verja velferðarsamfélagið að norrænni fyrirmynd gegn áhlaupi auðstéttarinnar. Það er stutt til ársins 2030 að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um fullt jafnrétti, og þau réttindi kvenna sem þegar hafa náðst á vinnumarkaði geta horfið á einni nóttu ef ekki er staðinn vörður um þau eins og Katrín sagði í Segðu mér. Til að láta drauma sína rætast þarf þor og vilja. Eitt er víst, að draumar rætast ekki með því að tala aðeins um þá. Það þarf að framkvæma til þess að láta sína drauma rætast. Nú er tækifæri fyrir Katrínu að láta sinn draum rætast fyrir réttlæti kvenna. Hún hefur til þess stuðning meira en 100 þúsund kvenna. Höfundur er formaður Sameykis og 1. varaformaður BSRB.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun