Dusty-maskínan rústaði Ten5ion Dagur Lárusson skrifar 24. október 2023 22:00 Leikmenn Dusty stigu varla feilspor í stórsigri sínum Leikmenn Dusty stigu varla feilspor er liðið fór illa með Ten5ion í leik liðanna í kvöld. Leikurinn fór fram á Anubis þar sem NOCCO Dusty settu tóninn strax í skammbyssulotu þar sem þeir byrjuðu í sókn. Eftir sitt fyrsta tap á ofurlaugardegi síðustu umferðar sýndu Dusty að þeir væru hvergi nærri af baki dottnir og réðu þeir leiknum að öllu leiti. Dusty-menn tóku fyrstu 7 loturnar með yfirburðum og virtust ætla missa sína fyrstu lotu til Ten5ion-manna í áttundu lotu en Dusty-maðurinn Ravle tók þá leikinn föstum tökum í stöðunni einn gegn þremur leikmönnum Ten5ion og stóð uppi með sigur í lotunni eftir að verja sprengjuna hetjulega á A-svæði Anubis. Brauðfótavörn Ten5ion þurfti að bíða fram að síðustu lotu fyrri hálfleiks til að vinna sínu fyrstu lotu og sigur Dusty aðeins tímaspursmál í hálfleik. Staðan í hálfleik: 1-14 Ten5ion tóku sigur í fyrstu tveimur lotum sínum í seinni hálfleik en sáu þó ekki til sólar eftir það og Dusty fundu sinn stærsta sigur á tímabilinu. Lokatölur: 3-16 NOCCO Dusty koma sér þar með á topp töflunnar að nýju eftir að valta yfir leikmenn Ten5ion. Ten5ion sitja þó enn í öðru sæti deildarinnar með 10 stig. Rafíþróttir Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti
Leikurinn fór fram á Anubis þar sem NOCCO Dusty settu tóninn strax í skammbyssulotu þar sem þeir byrjuðu í sókn. Eftir sitt fyrsta tap á ofurlaugardegi síðustu umferðar sýndu Dusty að þeir væru hvergi nærri af baki dottnir og réðu þeir leiknum að öllu leiti. Dusty-menn tóku fyrstu 7 loturnar með yfirburðum og virtust ætla missa sína fyrstu lotu til Ten5ion-manna í áttundu lotu en Dusty-maðurinn Ravle tók þá leikinn föstum tökum í stöðunni einn gegn þremur leikmönnum Ten5ion og stóð uppi með sigur í lotunni eftir að verja sprengjuna hetjulega á A-svæði Anubis. Brauðfótavörn Ten5ion þurfti að bíða fram að síðustu lotu fyrri hálfleiks til að vinna sínu fyrstu lotu og sigur Dusty aðeins tímaspursmál í hálfleik. Staðan í hálfleik: 1-14 Ten5ion tóku sigur í fyrstu tveimur lotum sínum í seinni hálfleik en sáu þó ekki til sólar eftir það og Dusty fundu sinn stærsta sigur á tímabilinu. Lokatölur: 3-16 NOCCO Dusty koma sér þar með á topp töflunnar að nýju eftir að valta yfir leikmenn Ten5ion. Ten5ion sitja þó enn í öðru sæti deildarinnar með 10 stig.
Rafíþróttir Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti