Áfram stálp og stelpur! Sóley Tómasdóttir skrifar 24. október 2023 11:31 Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði. Hvort hún eigi að nenna að bregðast við, hvort hún muni lenda í vandræðum, þykja of viðkvæm, of tilfinningasöm, of róttæk, of þetta eða of hitt. Í mörgum tilfellum, sennilega flestum, er niðurstaðan að þegja. Harka af sér og vona að einn góðan veðurdag taki einhver önnur þennan slag. Það er ekki af því konur séu vondar, latar eða kjarklausar. Það er einfaldlega vegna þess að ef konur myndu taka alla slagina sem þarf að taka, þá myndu þær ekki gera neitt annað. Þær myndu ekki hafa tíma til að vinna vinnuna sína af því þær væru að útskýra eitthvað fyrir samstarfskörlum sínum 8 tíma á dag, jafnvel lengur. Þær myndu ekki hafa tíma til að sinna börnum eða heimili, hvorki annarri né þriðju vaktinni, af því þær væru að útskýra hluti fyrir mökum, pöbbum, bræðrum, mágum, vinum og vandamönnum og kenna þeim að axla ábyrgð. Allir slagirnir Formæður okkar þurftu sannarlega líka að velja sér slagi. Og þó þær hafi bara tekið brot af þeim slögum sem þær hefðu viljað taka, þá hafa þeir skilað okkur gríðarlega mikilvægum réttindum. Þær brutust til mennta og út á vinnumarkað, þær byggðu landspítala, bjuggu til leikskóla, Kvennaathvarf, Stígamót og allt hitt sem okkur finnst sjálfsagt í dag. Við þurfum að halda þessu áfram, breyta verðmætamati samfélagsins, útrýma kynbundnu ofbeldi og tryggja að reynsluheimur, þarfir, væntingar og framlag kvenna og kvára verði viðurkennt og samþykkt í samfélaginu. Í dag tökum við einn sameiginlegan slag. Leggjum niður störf og krefjumst breytinga. Vonandi verður það til þess að auðvelda alla hina slagina, því baráttunni er hvergi nærri lokið. Til hamingju með daginn. Áfram stálp og stelpur! Höfundur er aktivísti.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar