Pétur: Þetta var bara eins og úrslitakeppnin í október Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. október 2023 22:31 Pétur Ingvarsson (til hægri) taldi sína menn mögulega heppna að komast áfram í kvöld. Keflavík Keflavík heimsótti nágranna sína í Njarðvík þegar síðustu leikir 32-liða úrslit Vís bikarkeppninar lauk í kvöld. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast er hart barist og á því var enginn breyting í kvöld. Það þurfti framlengingu til að skera úr um það hvort liðið færi í 16-liða úrslitin og var það Keflavík sem hafði betur 108-109. Sigrarnir gerast vart sætari en þetta. „Nei, ég held ekki. Við vorum kannski heppnir að komast í framlengingu og heppnir að vinna þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með ágætis tök á Njarðvíkingum og gott vald á leiknum en misstu leikinn aðeins frá sér í öðrum leikhluta. „Þetta er efsta liðið í Subway-deildinni. Þetta er einn öflugasti heimavöllur á landinu. Þetta er auðvitað alvöru leikur, alvöru lið að berjast og við getum ekki haldið 40 mínútur og valtað yfir þá. Ég held að það sé alveg vonlaust, þeir eru með hörku lið, hittu vel og stoppuðu okkur í því sem við vorum að gera. Sem betur fer er leikurinn 40 mínútur, stundum 45 og það skiptir máli hvernig maður klárar leikinn en ekki hvernig maður spilar í öðrum leikhluta.“ Njarðvíkingar komust mest í tíu stiga forskot í síðari hálfleik en Keflavíkur liðið sýndi mikinn karakter að vinna sig aftur inn í leikinn. „Planið hjá okkur er bara að tíu stig eru ekkert nema bara tvö stopp og tvær þriggja (stiga körfur) og þú ert kominn inn í leikinn aftur. Þetta er rosalega fljótt að gerast og tíu stig er ekki neitt í þessu. Við erum ekki með svona lið sem er að gefa mikið inn í og tjakka eitthvað undir körfunni og fá tvö stig, við erum að reyna fá þrjú stig og auðveld lay-up þannig við erum bara þolinmóðir. “ Pétur var ekki kominn svo langt að fara að spá í hvaða liði hann vildi fá upp úr hattinum í 16-liða úrslitum. „Ég veit eiginlega ekki hvaða lið eru í pottinum. Þetta verður bara gaman. Maður getur óskað sér eitthvað en það er bara næsti leikur og leikur sem verður pottþétt erfiður.“ „Þetta var bara eins og úrslitakeppni í október sem var svo geggjað,” sagði Pétur að lokum. Körfubolti VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40 Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
„Nei, ég held ekki. Við vorum kannski heppnir að komast í framlengingu og heppnir að vinna þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með ágætis tök á Njarðvíkingum og gott vald á leiknum en misstu leikinn aðeins frá sér í öðrum leikhluta. „Þetta er efsta liðið í Subway-deildinni. Þetta er einn öflugasti heimavöllur á landinu. Þetta er auðvitað alvöru leikur, alvöru lið að berjast og við getum ekki haldið 40 mínútur og valtað yfir þá. Ég held að það sé alveg vonlaust, þeir eru með hörku lið, hittu vel og stoppuðu okkur í því sem við vorum að gera. Sem betur fer er leikurinn 40 mínútur, stundum 45 og það skiptir máli hvernig maður klárar leikinn en ekki hvernig maður spilar í öðrum leikhluta.“ Njarðvíkingar komust mest í tíu stiga forskot í síðari hálfleik en Keflavíkur liðið sýndi mikinn karakter að vinna sig aftur inn í leikinn. „Planið hjá okkur er bara að tíu stig eru ekkert nema bara tvö stopp og tvær þriggja (stiga körfur) og þú ert kominn inn í leikinn aftur. Þetta er rosalega fljótt að gerast og tíu stig er ekki neitt í þessu. Við erum ekki með svona lið sem er að gefa mikið inn í og tjakka eitthvað undir körfunni og fá tvö stig, við erum að reyna fá þrjú stig og auðveld lay-up þannig við erum bara þolinmóðir. “ Pétur var ekki kominn svo langt að fara að spá í hvaða liði hann vildi fá upp úr hattinum í 16-liða úrslitum. „Ég veit eiginlega ekki hvaða lið eru í pottinum. Þetta verður bara gaman. Maður getur óskað sér eitthvað en það er bara næsti leikur og leikur sem verður pottþétt erfiður.“ „Þetta var bara eins og úrslitakeppni í október sem var svo geggjað,” sagði Pétur að lokum.
Körfubolti VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40 Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40
Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn