Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 16:00 Njarðvíkingurinn Mario Matasovic treður boltanum í körfuna í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport „Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Sport Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Enski boltinn Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Fótbolti Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira