Viðskipti innlent

Breytingar í stjórn­enda­t­eymi TM

Atli Ísleifsson skrifar
Fríða Ásgeirsdóttir, Garðar Þ. Guðgeirsson og Kjartan Vilhjálmsson.
Fríða Ásgeirsdóttir, Garðar Þ. Guðgeirsson og Kjartan Vilhjálmsson. TM/Marino Thorlacius

Fríða Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu hjá TM. Þá hefur Garðar Þ. Guðgeirsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu og mun Kjartan Vilhjálmson taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun hjá félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá TM. Þar segir að Fríða hafi áður verið forstöðumaður markaðsdeildar í samstæðu Kviku banka og markaðsstjóri TM. Fríða sé með BSc. gráðu í sálfræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands.

„Garðar Þ. Guðgeirsson hefur einnig verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu. Garðar var áður forstöðumaður stefnumótunar hjá samstæðu Kviku og framkvæmdastjóri hjá TM 2008 til 2021. Hann er með BSc. gráðu í rafmagnsverkfræði, MSc. í hugbúnaðarverkfræði og MBA.

Þá mun Kjartan Vilhjálmson sem hefur síðustu ár verið forstöðumaður lögfræðiþjónustu TM taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun. Áður var Kjartan framkvæmdastjóri hjá TM 2008-2021. Kjartan útskrifaðist með embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur lokið málflutningsprófi fyrir héraðsdómi.

Áður heyrðu verkefni ofangreindra sviða undir deild skrifstofu forstjóra, sem samhliða þessum breytingum hefur verður lögð niður.

Framkvæmdastjórn TM skipa nú auk Birkis Jóhannssonar forstjóra: Björk Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu, Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu og Óskar B. Hauksson framkvæmdastjóra fjármála og stafrænna lausna,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×