Körfubolti

Grindvíkingar fóru illa með Blika

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hekla Eik Nökkvadóttir skoraði 20 stig fyrir Grindvíkinga í kvöld.
Hekla Eik Nökkvadóttir skoraði 20 stig fyrir Grindvíkinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Grindavík vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 102-70.

Grindvíkingar tóku öll völd á vellinum strax í fyrsta leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig gegn aðeins 17 stigum gestanna. Heimakonur leiddu með 27 stigum í hálfleik, staðan þá 68-41.

Grindavík hélt gestunum í hæfilegri fjarlægð allan seinni hálfleikinn og í raun var sigurinn þegar unninn. Grindvíkingar unnu að lokum öruggan 32 stiga sigur, 102-70, og er nú með átta stig eftir fimm umferðir, en Blikar eru enn án stiga.

Eve Brasils átti sannkallaðan stórleik fyrir Grindavík og skilaði þrefaldri tvennu. Hún skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar, en í liði Blika var Brooklyn Pannel allt í öllu og skoraði 31 stig, ásamt því að taka tíu fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×