Ármann felldi meistarana Hjörvar Ólafsson skrifar 14. október 2023 22:25 Ármann er eina liðið til að sigra Dusty á tímabilinu. Leikurinn fór fram á Ancient og hófu NOCCO Dusty-menn leikinn í vörn. Dusty voru enn taplausir í deildinni fyrir leik en Ármann byrjuðu leikinn þó mun betur og tóku fyrstu 6 loturnar með þó nokkrum yfirburðum. Dusty sigraði þá eina lotu en Ármann héldu áfram nánast gallalausum hálfleik sínum og komu stöðunni í 1-8 með yfirveguðu spili. Dusty virtust ekki hafa nein svör framan af leik en náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik og sigruðu nokkrar lotur. Staðan í hálfleik: 5-10 Skammbyssulota seinni hálfleiks var sigruð af leikmönnum Ármanns í vörn og hófu þeir seinni hálfleik eins og þann fyrri. Góð ráð voru þá dýr fyrir Dusty, en þeir ákváðu að kaupa byssur í stöðunni 5-12 og náðu að sigra nokkrar lotur til baka. Staðan var 8-13 í 22. lotu þegar bæði tæmdu bankann til að kaupa byssur en Dusty sigruðu lotuna, staðan þá 9-13 og lítill peningur eftir hjá Ármanni. Dusty héldu áfram að minnka muninn og komust í 11-14 en Kraken, leikmaður Ármanns sá til þess að lið sitt komst á úrslitastig með hugarleikfimi gegn StebbaCoco, leikmanni Dusty. Ármann fundu þó ekki lokahöggið og Dusty komust í stöðuna 13-15 en Ármann sigruðu óvænta lotu þar sem þeir keyptu ekki staka byssu og unnu því leikinn. Lokatölur: 13-16 Fyrsta tap Dusty er því orðið staðreynd og Ármann eru nú komnir á topp stigatöflunnar með 10 stig eftir frábæra frammistöðu gegn deildarmeisturunum í Dusty. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn
Dusty sigraði þá eina lotu en Ármann héldu áfram nánast gallalausum hálfleik sínum og komu stöðunni í 1-8 með yfirveguðu spili. Dusty virtust ekki hafa nein svör framan af leik en náðu þó að klóra í bakkann fyrir hálfleik og sigruðu nokkrar lotur. Staðan í hálfleik: 5-10 Skammbyssulota seinni hálfleiks var sigruð af leikmönnum Ármanns í vörn og hófu þeir seinni hálfleik eins og þann fyrri. Góð ráð voru þá dýr fyrir Dusty, en þeir ákváðu að kaupa byssur í stöðunni 5-12 og náðu að sigra nokkrar lotur til baka. Staðan var 8-13 í 22. lotu þegar bæði tæmdu bankann til að kaupa byssur en Dusty sigruðu lotuna, staðan þá 9-13 og lítill peningur eftir hjá Ármanni. Dusty héldu áfram að minnka muninn og komust í 11-14 en Kraken, leikmaður Ármanns sá til þess að lið sitt komst á úrslitastig með hugarleikfimi gegn StebbaCoco, leikmanni Dusty. Ármann fundu þó ekki lokahöggið og Dusty komust í stöðuna 13-15 en Ármann sigruðu óvænta lotu þar sem þeir keyptu ekki staka byssu og unnu því leikinn. Lokatölur: 13-16 Fyrsta tap Dusty er því orðið staðreynd og Ármann eru nú komnir á topp stigatöflunnar með 10 stig eftir frábæra frammistöðu gegn deildarmeisturunum í Dusty.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn