Viðskipti innlent

Berg­lind og Rebekka taka við nýjum stöðum hjá Hér&Nú

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Pétursdóttir og Rebekka Líf Albertsdóttir.
Berglind Pétursdóttir og Rebekka Líf Albertsdóttir. Hér&nú

Rebekka Líf Albertsdóttir hefur tekið við stöðu listræns stjórnanda (e. Art director) hjá auglýsingastofunni Hér&Nú. Þá hefur Berglind Pétursdóttir tekið við stöðu hugmynda- og textastjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fram kemur að Rebekka hafi starfað sem hönnuður á stofunni frá vormánuðunum 2022, eða allt frá því hún hafi gengið til liðs við Hér&Nú frá Fréttablaðinu.

„Menntun Rebekku samanstendur af BA-gráðu í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands auk prentsmíða og ljósmyndunar við Tækniskólann. Þess á milli hefur hún starfað hjá Morgunblaðinu, Íslensku auglýsingastofunni og, eins og áður segir, Fréttablaðinu.

Berglind Pétursdóttir hefur tekið við starfi Hugmynda- og textastjóra Hér&Nú og leiðir nú skapandi textadeild stofunnar.

Berglind hefur starfað hjá Hér&Nú frá árinu 2021 samhliða störfum sínum á RÚV. Hún starfaði m.a. áður sem kynningarstjóri Listahátíðar, á markaðsdeild Símans og hjá auglýsingastofunni ENNEMM,“ segir í tilkynningunni. 

Hér&Nú hefur verið starfandi á íslenskum auglýsingamarkaði frá árinu 1990. Þar starfa nú um þrjátíu manns, bæði í höfuðstöðvunum í Bankastrætinu og útibúi fyrirtækisins í Brighton á Englandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×