Viðskipti innlent

Fleiri með Play í septem­ber en á sama tíma í fyrra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Play flutti rúmlega 70 þúsund fleiri farþega í september en á sama tíma í fyrra.
Play flutti rúmlega 70 þúsund fleiri farþega í september en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm

Aukning varð á fjölda far­þega sem ferðuðust með flug­fé­laginu Play í septem­ber í saman­burði við sama mánuð í fyrra. Fé­lagið flutti 163,784 far­þega í septem­ber, sem er 77 prósenta aukning frá septem­ber 2022 þegar PLAY flutti 92.181 far­þega.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynningu frá fé­laginu. Þar segir að sæta­nýting í liðnum septem­ber­mánuði hafi verið 85 prósent, saman­borið við 81,5 prósent sæta­nýtingu í septem­ber í fyrra. Play var með stund­vísi upp á 85.1 prósent í mánuðinum.

Þá kemur enn­fremur fram í til­kynningu fé­lagsins að af öllum far­þegum sem ferðuðust með Play í septem­ber 2023 voru 22,9 prósent að fljúga frá Ís­landi, 31.6 prósent voru á leið til Ís­lands og 45.5 prósent voru tengi­far­þegar (VIA).

„Það er hressandi að sjá svo góða niður­stöðu fyrir septem­ber­mánuð, sem hefur reynst fremur erfiður í sögu­legu sam­hengi í flug­bransanum. Við höldum á­fram að skila góðri niður­stöðu á lykil­mörkuðum okkar í septem­ber eftir að hafa náð mjög góðri út­komu yfir sumarið. Við nærri því tvö­földuðum tekjur okkar yfir sumar­mánuðina 2023 miðað við árið í fyrra og fé­lagið skilaði 1,6 milljarða hagnaði yfir sama tíma­bil,“ segir Birgir Jóns­son, for­stjóri Play í til­kynningunni.

Á­höfn Play valin sú besta af USA Today

Þá kemur fram í til­kynningu fé­lagsins að á­höfn flug­fé­lagsins hafi verið valin sú besta að mati les­enda banda­ríska fjöl­miðilsins USA Today. Sér­fræðingar á vegum USA Today 10Best til­nefndu á­hafnir sem síðan voru lagðar fyrir dóm les­enda sem fengu fjórar vikur til að segja sína skoðun með því að greiða at­kvæði þeirri á­höfn sem þeim þótti bera af.

Þar varð á­höfn PLAY hlut­skörpust en önnur flug­fé­lög sem voru til­nefnd á­samt PLAY voru Virgin At­lantic, Fiji Airwa­ys, Sout­hwest Air­lines, Delta Air­lines, Korean Air, British Airwa­ys, Emira­tes, Singa­por­e Air­lines og C­at­hay Pa­cific.

„Að sjá svo á­höfnina okkar hljóta þann mikla heiður að vera valin besta á­höfnin af les­endum USA Today er í einu orði sagt stór­kost­legt. Les­endur gátu valið úr fríðum hópi á­hafna frá þekktustu flug­fé­lögum í heimi og að PLAY hafi hlotið til­nefningu gerir okkur afar stolt,“ segir Birgir.

„Þetta er af­rakstur þeirrar fag­mennsku sem flug­liðarnir okkar stunda á degi hverjum í há­loftunum. Það eru ekki nema tvö ár síðan PLAY fór í sitt fyrsta far­þega­flug og að vera komin á þann stað að hljóta til­nefningu með þessum stóru fé­lögum er glæsi­legur árangur. Að niður­staðan sé sú að við stöndum uppi sem sigur­vegarar í þeim hópi er magnað af­rek.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×