Enn um lýðræði og jaðarsetningu þess Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. október 2023 08:30 Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir ríkisstjórnamyndun árið 2017 að þessi ríkisstjórn væri ekki mynduð um pólutík heldur stöðuleika. Formenn flokkanna skiptu með sér ráðherrasólum og jafnvel nefndu ráðuneytin uppá nýtt eftir sínum smekk og kerfið tók við völdum. Sem sagt, allur pólutískur ágreiningur á milli stjórnaflokkana yrði lagður til hliðar. Kosningaloforð hvers flokks fyrir sig þar sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni voru svikinn á degi eitt við myndun þessarar ríkisstjórnar sem enn situr eftir sex ár. Árið 2019 var ókyrrð og hamingjuleysi farið að gera vart við sig á stjórnarheimilinu. Einstaka ráðherrar ruku inní sín herbergi og skelltu hurðum eftir einhver hnútuköst yfir ríkisstjórnarborðið. Komu svo í viðtöl eða skrifuðu greinar til að blása út sinni hlið á ósættinu. Síðan næstu vikurnar, einhverja hluta vegna, voru viðkomandi ráðherrar í fjölmiðlaorlofi svo ekki náðist í þá, en forsætisráðherra kom brosandi frammá sjónarsviðið og sagði að allt væri með kyrrum kjörum á stjórnarheimilinu. Þó engin hafi fagnað covid-19 faraldrinum, þá bjargaði faraldurinn ríkisstjórninni á þann hátt að ,,þríeykið” svokallaða tók við völdum og fylgi ríkisstjórnarinnar flaug upp svo um munaði. Þetta hélst fram að alþingiskosningunum árið 2021 og sama ríkistjórn situr enn. Það sem almenningi er boðið uppá er enn meiri óhamingjufréttir á stjórnarheimilinu. Grein mín 11 ágúst síðastliðinn var meðal annars um að ófriður innan stjórnarflokkanna fór ekki í sumarfrí þó svo að öllum óafgreiddum ágeiningsmálum innan ríkistjórnarinnar á vorþingi hafi verið sópað út af borðinu og eru enn óafgreidd undir teppi eða í ruslafötunni. Nú á haustþingi heldur óhamingjan áfram, þó að greinilegt sé að foreldrarnir á títtnefndu stjórnarheimili hafi burstað í sér tennurnar og brosi sínu breiðasta og segi að allt sé lagi, þá er keisarinn klæðalaus og almenningur allur sér það. Það á að vera virkt lýðræði á Íslandi, þar sem þeir flokkar sem mynda ríkistjórn eftir kosningar setji kosningastefnu sína í stjórnasáttmálann. Alþingismenn og ráðherrar eru kosnir af almenningi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur enga stefnu sem sýnir sig m.a best í því að það er alltaf verið að bregðast við vandamálum sem þyrftu ekki að koma upp ef einhver stefna væri viðhöfð. Stefna í orkumálum er enginn vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnarinnar. Stefna í landbúnaði er enginn vegna stefnu og ráðaleysis. Stefna í samgöngumálum er engin vegna ráðaleysis. Stefna í innflytjendamálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkistjórnarinnar. Stefna í heilbrigðismálum er á brauðfótum vegna rangrar forgangsröðunnar. Stefna í menntamálum er þokukennd og allt of lítil til verknáms. Sjávarútvegur er sjálfbær, þó er stefna fyrir litlar og meðalstórar útgerðir engin. Stefna til uppbyggingar á Íslandi öllu er engin vegna offjölgunnar á svæði Reykjavíkur og nágrennis. Stefna í forvarnarmálum er lítlil sem engin. Stefna í fiskeldismálum er engin vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar flokkanna. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í NV kjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun