Viðskipti innlent

Elísa­bet nýr fram­kvæmda­stjóri á­hættu­stýringar Kviku

Árni Sæberg skrifar
Elísabet G. Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka.
Elísabet G. Björnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka. Kvika

Elísabet G. Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Elísabet hafi mikla reynslu á fjármálamarkaði en hún hafi starfað hjá Kviku banka frá árinu 2021 þar sem hún hafi leitt markaðsfjármögnun bankans. 

Elísabet hafi starfað um tíu ára skeið við áhættustýringu hjá J.P. Morgan, fyrst í New York við stýringu markaðs- og mótaðilaáhættu bankans, og síðar í London þar sem hún stýrði veltubók með skuldatryggingar og sambankalán. Við heimkomu árið 2017 hafi Elísabet hafið störf í fjárstýringu Landsbankans áður en hún gekk til liðs við Kviku.

Elísabet er fjármálaverkfræðingur að mennt og lauk meistaraprófi við Cornell háskóla árið 2008 og B.Sc. prófi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og diplóma námi sem viðurkenndur stjórnarmaður.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×