Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann Jón Þór Ólafsson skrifar 2. október 2023 08:31 NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Svefn Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Sjá meira
NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna komst að kostum stuttra blunda fyrir rúmum 30 árum og kallaði þá „Cockpit Napping,“ sem í gamni mætti þýða að vera „sofandi við stýrið“ og fengu síðar meira lýsandi heitið „Power Nap“, því rannsóknin sýndi verulega bættan viðbragðstíma og árvekni flugmanna eftir aðeins 26 mínútna blund. Rannsóknir síðan þá hafa staðfest þessar niðurstöður og NASA mælir enn með blundum til að auka frammistöðu og öryggi. Í metsölubók sinni “Why We Sleep” fer prófessor Matthew Walker yfir svefn vísindin og hvernig taugakerfið okkar er þróað fyrir góðan nætursvefn og svo stuttan eftirmiðdags blund. Mörg okkar kaupum tíma með því að klípa af nætur svefninum og fæst okkar fáum eftirmiðdags „kríu“ - sem er íslenskt orð um að fá sér blund á daginn. En vísindin eru farin að sýna okkur hvað þessi skortur á svefni kostar - hvað þessi tími sem við kaupum á kostnað svefns kostar okkur bæði til lengri tíma, en líka samdægurs. Power Nap gerir þig yngri í huga og hjarta. Grísk rannsókn með yfir 23 þúsund manns sýnir að eftirmiðdags blundur minnkar líkur á dauðsföllum tengdum hjarta- og æðakerfinu um 37% yfir heildina - og þær líkur minnka um 60% hjá vinnandi karlmönnum. Rannsóknin var gerð til að meta heilsufars áhrif þess að taka sér ekki eftirmiðdags blundinn sem Grikki kalla „siesta.“ Nýleg bresk rannsókn með yfir 35 þúsund manns sýnir svo að heili þeirra sem fá sér eftirmiðdags blund er 3-6 árum yngri en án hans. Tíminn sem er keyptur á kostnað eftirmiðdags blundsins virðist því vera greiddur til baka að fullu með hraðari hrörnun heilans og andlátum um aldur fram. Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði. Rannsóknir sýna að það kostar aðeins stuttan blund til að kaupa aftur yngri hug og hjarta. Og það sem meira er þá eykst getan þín strax og gæði í bæði lífi og starfi. Þú manstu morgunverkin betur, hefur meiri starfsgetu um eftirmiðdaginn og betri líðan að loknum vinnudegi. Við stuttan blund byrja nýjar minningar að færast úr vinnsluminninu yfir í langtímaminnið, svo þú manst strax betur það sem þú varst að læra, manst það lengur og ert með meira pláss í vinnsluminninu sem verður öflugura eftir blundinn. Þú kemur svo vökulli til baka með hraðari viðbrögð og meiri getu til bæði vinnu með hugvitinu og líkamlegra verka. Og það sem er kannski mikilvægast fyrir mörg okkar sem erum byrjuð að fara niður streitustigan, já eða að taka skrefin upp úr kjallara kulnunar, þá minnkar hálftíma blundur streitu verulega. Þau sem vakna úríll eftir miðdagsblund eða eiga erfitt með að sofna á kvöldin gætu viljað skoða að taka styttri blund og kannski fyrr um daginn, eða jafnvel sleppa því. Skortur á eftirmiðdags blundum er eflaust að hluta til kominn vegna skorts á skilningi um mikilvægi þeirra og því taldir vera tímasóun - já eða jafnvel leti. Vísindin eru að breyta þessu viðhorfi með því að upplýsa okkur um það sem heilinn hefur lengi verið að hvísla að okkur mörgum, að það bætir gæði vinnu okkar og gæðastundir með ástvinum að fá okkur kríublund eftir hádegi. Rannsóknir sýna svo að því lengur sem sem þú blundar reglulega eftir hádegi því auðveldara áttu með að sofna fljótt - og líka á kvöldin, að því gefnu að blundurinn sé ekki of langur eða of seint um eftirmiðdaginn. Eftir stendur að finna rými til að geta lagt sig í hádegishléi, kaffipásum, já eða á vinnutíma. Fyrirtæki á borð við Google hafa verið að innleiða lausnir, allt frá því að útbúa sérstök herbergi til að blunda yfir í hátækni svefn stóla. - En þar til slíkt er í boði á þínum vinnustað þarf í raun bara skilning vinnuveitanda, heyrnatól og tækifæri til að halla sér út af í hléum til að blunda, koma svo orkumeiri aftur til vinnu og með betri líðan heim að loknum vinnudegi. Höfundur er sálfræðinemi og streitustjórnandi.
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun