Óttast að ákvörðunin sé tilkomin vegna pólitísks þrýstings Bjarki Sigurðsson skrifar 30. september 2023 13:01 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður Pírata segist óttast að ákvörðun um að heimilt sé að synja umsókn Venesúelamanna um alþjóðlega vernd hér á landi sé til komin vegna pólitísks þrýstings. Hún óttast um afdrif fjölmargra Venesúelamanna. Svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum segir hópinn óttasleginn. Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Í gær voru þrír úrskurðir Kærunefndar útlendingamála birtir en í þeim kemur fram að Útlendingastofnun hafi verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísað var til batnandi ástands í Venesúela. Rúmlega tólf hundruð umsóknir um vernd hafa borist frá Venesúelamönnum það sem af er árs og því ljóst að úrskurðurinn hefur áhrif á fjölda fólks sem dvelur hér á landi. Endurkomubannið sláandi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist óttast að þarna hafi kærunefndin látið undan pólitískum þrýstingi. „Það sem að sló mig talsvert harkalega við að lesa þessa úrskurði var að kærunefndin kýs að ekki eingöngu að vísa fólki til baka í aðstæður sem umdeilt er hvort eru öruggar heldur tekur hún botninn úr með því að setja á fólk endurkomubann ef það fer ekki úr landinu innan fimmtán daga,“ segir Arndís. Hún hefur miklar áhyggjur af fólkinu sem vísað verður úr landi. „Þetta er gríðarlega harkaleg umbreyting, þetta er gríðarlega harkaleg U-beygja sem íslensk stjórnvöld eru þarna að taka. Ég hef áhyggjur af því að þetta muni fara mjög illa fyrir marga,“ segir Arndís. Óttaslegnir Venesúelamenn Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum, hefur rætt við nokkra Venesúelamenn hér á landi í dag og í gær. Hún segir hljóðið í fólkinu ekki vera gott. Hjördís Kristinsdóttir er svæðisforingi Hjálpræðishersins.Stöð 2/Sigurjón „Það er mjög mikill ótti og það er mjög mikil hræðsla. Við erum í samskiptum við mjög margt af fólki frá Venesúela og nú frá því á fimmtudagskvöld hafa rignt inn fyrirspurnir frá fólki sem við höfum ekki verið í samstarfi við en veit að við erum mikið með fólki frá Venesúela. Er að biðja um samtöl og viðtöl til að ræða sína stöðu því fólk er mjög óttaslegið,“ segir Hjördís.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Píratar Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira