Ólafur fetar ótroðnar slóðir í Kúveit: „Tilboð sem ekki margir myndu segja nei við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2023 09:30 Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu Vísir/Skjáskot Ólafur Brim Stefánsson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til þess að spila fyrir félagslið frá Kúveit. Hann hefur samið við Al-Yarmouk þar í landi og segir að ekki gætu margir leikmenn hafnað því óvænta tilboði sem hann fékk frá félaginu. „Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“ Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
„Í gegnum árin hef ég verið með nokkra umboðsmenn sama hafa verið að reyna koma mér út í atvinnumennsku. Ég hef fengið fullt af tilboðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög óvænt tilboð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim. „Þetta er bara frábært tækifæri fyrir mig. Bæði sem handboltamann og líka sem manneskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjörólíkri menningu. Öðruvísi siðum.“ Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í atvinnumennsku. Nú rætist sá draumur. „Það er alveg frábært að þessi draumur sé að verða að veruleika.“ Tilboð Al-Yarmouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við tilboðið sem er svo heillandi? „Það halda mjög margir að handboltinn þarna í Kúveit sé ekkert rosalega góður en þetta er bara fínasti handbolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjárhagslega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar ástæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tækifæri.“ Ólafur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá félaginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnarsson, sýna þessari ævintýraþrá sinni skilning. „Ég og Robbi erum náttúrulega fínir félagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunarlega séð en samgleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“ En við hverju ertu að búast þarna úti í Kúveit? „Þegar að stórt er spurt. Það er allavegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara einhverju góðu ævintýri.“
Kúveit Olís-deild karla Handbolti Grótta Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira