Handbolti

Ólafur fetar ó­troðnar slóðir í Kú­veit: „Til­­­boð sem ekki margir myndu segja nei við“

Aron Guðmundsson skrifar
Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu
Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur gekk til liðs við Gróttu Vísir/Skjáskot

Ólafur Brim Stefáns­son verður fyrsti ís­lenski hand­bolta­maðurinn til þess að spila fyrir fé­lags­lið frá Kú­veit. Hann hefur samið við Al-Yar­mouk þar í landi og segir að ekki gætu margir leik­menn hafnað því ó­vænta til­boði sem hann fékk frá fé­laginu.

„Í gegnum árin hef ég verið með nokkra um­boðs­menn sama hafa verið að reyna koma mér út í at­vinnu­mennsku. Ég hef fengið fullt af til­boðum til mín. Ekkert sem mér hefur litist á. En núna kom bara mjög ó­vænt til­boð sem ég held að ekki margir myndu segja nei við,“ segir Ólafur Brim.

„Þetta er bara frá­bært tæki­færi fyrir mig. Bæði sem hand­bolta­mann og líka sem mann­eskju. Að fá að þróast og eflast, kynnast svona gjör­ó­líkri menningu. Öðru­vísi siðum.“

Það hefur lengi verið draumur Ólafs að halda út í at­vinnu­mennsku. Nú rætist sá draumur.

„Það er alveg frá­bært að þessi draumur sé að verða að veru­leika.“

Til­boð Al-Yar­mouk heillaði Ólaf upp úr skónum. En hvað er það við til­boðið sem er svo heillandi?

„Það halda mjög margir að hand­boltinn þarna í Kú­veit sé ekkert rosa­lega góður en þetta er bara fínasti hand­bolti. Hann er villtur og mjög hraður. Fjár­hags­lega hliðin á þessu er líka mjög góð, eins og fólk heldur líka. Þetta eru bara tvær mjög góðar á­stæður fyrir mig til þess að stökkva á þetta tæki­færi.“

Ólafur er upp­alinn hjá Val en hefur einnig leikið með liðum Fram og Gróttu hér á landi. Hann samdi á nýjan leik við Gróttu í sumar og dvelur því ekki lengi hjá fé­laginu. Hann segir þjálfara liðsins, Róbert Gunnars­son, sýna þessari ævin­týra­þrá sinni skilning.

„Ég og Robbi erum náttúru­lega fínir fé­lagar. Hann sagði við mig að hann væri svekktur þjálfunar­lega séð en sam­gleðst mér. Við skildum því sáttir, sem vinir.“

En við hverju ertu að búast þarna úti í Kú­veit?

„Þegar að stórt er spurt. Það er alla­vegana mjög heitt þarna úti. Ég bara veit ekki alveg við hverju ég á að búast. Bara ein­hverju góðu ævin­týri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×