Booking.com í tugmilljóna skuld við danska hótelrekendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 12:42 Booking.com hefur sagt að málið megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Við höfum heyrt að það eru einhverjir aðilar sem eru ennþá að verða varir við þetta en við höfum ekki heyrt af því að vandamálið hafi aukist eða að það hafi batnað.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC. Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC.
Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira