Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:57 Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka mun verðbólga hjaðna á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira