Hagvöxtur ekki hraðari frá árinu 2007 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 09:57 Samkvæmt nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka mun verðbólga hjaðna á næstu mánuðum. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Segir þar að mestu muni um minni vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Útflutningsvöxtur vegi þá þyngst í hagvextinum í ár en hlutur innlendrar eftirspurnar verði talsvert minni en síðustu tvö ár. Greiningardeild bankans spáir 2,6 prósent hagvexti á næsta ári og 3,0 prósent vexti árið 2025. „Útlit er fyrir talsverðan bata í utanríkisviðskiptum eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hraður útflutningsvöxtur og hægari vöxtur eftirspurnar spila þar stórt hlutverk. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt öðrum þáttum renna stoðum undir gengi krónu,“ segir í spánni. Spá að verðbólga fari að hjaðna Þar er gert ráð fyrir að krónan verði um 5 prósentum sterkari í lok spátímans en hún var í ágúst. Þá segir að hægt og bítandi muni draga úr spennu á vinnumarkaði og horfur séu að kaupmáttur launa vaxi á ný strax á þessu ári. „Þrálát verðbólga kallar á talsvert aðhald Seðlabankans og útlit er fyrir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% fyrir lok ársins. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist á vordögum 2024 að því gefnu að verðbólga þróist í takti við spá okkar.“ Greiningardeild Íslandsbanka spáir að stýrivextir Seðlabankans nái hámarki í lok árs.VÍSIR/VILHELM Verðbólga mældist 7,7 prósent í ágúst og gerir ráð fyrir í spánni að hún haldist svipuð út árið. Eftir það taki hún að hjaðna hraðar. Innflutt verðbólga fari minnkandi og íbúðamarkaður sé að róast. „Við teljum að vægi þessara tveggja liða í verðbólgunni haldi áfram að minnka á næstunni en þess í stað að innlendar vörur og þjónusta, sem nú skýrir tæplega 4% af heildarverðbólgunni, fari að skýra stærri hluta heildarverðbólgunnar. Verðbólga sem á rót sína í hækkun á innlendum kostnaði gæti reynst ansi þrálát. Það er helsta ástæða þess að við teljum að verðbólga muni ekki ná 2,5% markmiðið Seðlabankans á spátímanum.“ Íbúðaverð hækkaði um 50 prósent á þremur árum Íbúðaverð hefur hækkað hratt undanfarin misseri og segir í spánni að á árunum 2020 til 2022 hafi verð á íbúðum hækkað um tæplega 50 prósent á landinu öllu. Segir að aðgerðir Seðlabankans til að róa íbúðamarkaðinn með tíðum vaxtahækkunum og hertum reglum um fasteignalán til neytenda hafi skilað sér. Síasta haust hafi farið að draga allhratt úr árshækkun íbúðaverðs. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á síðustu árum.Vísir/Vilhelm Mest mældist hækkunin 25 prósent sumarið 2022 sem var jafnframt mesta hækkun í sextán ár. Í ágúst mældist árstakturinn rétt undir 2 prósentum og hefur ekki mælst hægari frá því í byrjun árs 2011. Húsnæði á landsbyggðinni hefur hækkað mest í verði undanfarið ár, eða um 4,3 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu hafa fjölbýli hækkað um ríflega 3,1 prósent og sérbýli um 0,7 prósent á sama tímabili. Þá sé framboð á íbúðamarkði nóg til að anna eftirspurn. Framboð hafi aukist jafnt og þétt og nú sé um 2.800 íbúðir á sölu á höfuðborgarsvæðinu en þegar minnst var um mitt síðasta ár voru þær um 500. Auk þess hefur hluti nýrra íbúða á markaði aukist jafnt og þétt. Rétt tæplega 3.000 nýjar íbúðir komu á markðinn í fyrra en á þessu ári hafa 2.300 nýjar íbúðir komið inn á amarkaðinn.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira