Verstappen með yfirburði í Japan en heimsmeistaratitillinn þarf að bíða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 11:30 Max Verstappen þarf að bíða aðeins með að fagna heimsmeistaratitlinum. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar. Akstursíþróttir Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti