Verstappen með yfirburði í Japan en heimsmeistaratitillinn þarf að bíða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 11:30 Max Verstappen þarf að bíða aðeins með að fagna heimsmeistaratitlinum. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar. Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar.
Akstursíþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira