Starfsemin flyst yfir í nýtt útibú bankans í Reykjastræti 6 sem hefur þegar opnað.
Við dagslok lýkur 99 ára sögu bankans í húsinu við Austurstræti 11 en starfsemi Landsbankans á sér langa hefð og djúpar rætur í miðborg Reykjavíkur, að því er segir í tilkynningu á vef Landsbankans.
Þar segir að allt frá árinu 1898 hafi höfuðstöðvar bankans sett sterkan svip á borgarmyndina. Landsbankinn bendir áhugasömum á grein sem Pétur Hrafn Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands, skrifaði um sögu bankans í miðbænum á þessum tímamótum.
Þar rekur Pétur Hrafn sögu húsnæðiskost bankans allt frá því að hann var opnaður í Bakarabrekku, sem síðar var nefnd Bankastræti, þar til viðbygging var reist við húsið í Austurstræti.