Viðskipti innlent

Lands­bankinn hefur fundið ný heim­kynni á Akur­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Nýja húsnæði bankans verður samtals um 600 fermetrar að stærð.
Nýja húsnæði bankans verður samtals um 600 fermetrar að stærð. Landsbankinn

Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna.

Frá þessu greinir á vef Landsbankans. Þar segir að um sé að ræða húsnæði sem sé í byggingu að Hofsbót 2 og einnig hluta jarðhæðar Hofsbótar 4.

Húsin séu aðeins steinsnar frá núverandi húsakynnum bankans við Ráðhústorgið sem seld voru fjárfestingafélaginu Kaldbaki í lok síðasta árs á 685 milljónir króna. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans.

Nýja húsnæði bankans verður samtals um 600 fermetrar að stærð.

„Útibúið á Akureyri er ein af kjarnastarfstöðvum bankans og þar vinna nú um 30 manns. Flest vinna í útibúinu sjálfu en einnig er þar stórt þjónustuver sem þjónar viðskiptavinum um allt land. Nýja húsnæðið er mun hagkvæmara í rekstri og hentar betur undir starfsemina.

Landsbankinn bauð gamla Landsbankahúsið við Ráðhústorg til sölu í fyrrahaust og tók í kjölfarið tilboði hæstbjóðanda. Gamla húsið er 2.300 fermetrar að stærð,“ segir í tilkynningu bankans.

Um er að ræða húsnæði sem sé í byggingu að Hofsbót 2 og einnig hluta jarðhæðar Hofsbótar 4. Landsbankinn

Tengdar fréttir

Kald­bakur keypti Lands­banka­húsið á Akur­eyri

Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna.

Setja hús Lands­bankans á Akur­eyri á sölu

Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×