Samningur við matvælaráðuneytið tilraun SKE til að bregðast við fjárskorti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2023 10:17 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir fjárskort vera að baki umdeildum samningi við matvælaráðuneytið. Vísir/Arnar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, segir það una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir sem eftirlitið lagði á Brim hf. hafi verið ólögmætar. Hann segir forsendur fyrir samningi við matvælaráðuneytið brostnar og málið birtingarmynd fjársveltingar. „Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“ Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira
„Úrskurðurinn kom nokkuð á óvart vegna þess að við töldum að þetta væri fullkomlega málefnaleg viðleitni af okkar hálfu að gera samning við matvælaráðuneytið. Þarna vorum við að tryggja okkur aukið rekstrarsvigrúm til þess að geta unnið þessa athugun hratt og vel,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Á sama tíma var ráðuneytið að sjá til þess að á sínu málefnasviði væru eftirlitsaðilar í standi til að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.“ Ný rannsókn hefjist á næstunni Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í fyrradag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „En við unum þessum úrskurði og munum þá hefja nýja rannsókn á næstunni þar sem við í raun kappkostum að leysa úr þessari athugun og komast að niðurstöðum og skapa aukið gagnsæi í stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Breytingin er sú að við höfum ekki þetta rekstrarsvigrúm sem við höfðum tryggt okkur og þetta mun því væntanlega taka lengri tíma nema okkur áskotnist aukið rekstrarsvigrúm með öðrum hætti,“ segir Páll Gunnar. Eftirlitið ekki hlaupið á sig með gerð samningsins Guðmundur Kristjánsson forstjóri og stærsti eigandi Brims fagnaði í gær úrskurði áfrýjunarnefndarinnar og sagði skýrt að Samkeppniseftirlitið hafi verið að misnota aðstöðu sína. Páll Gunnar segir það þurfa að koma í ljós hvort Brim verði viljugra til að afhenda gögnin þegar ný rannsókn hefst. „Miðað við kæru þeirra til áfrýjunarnefndar var Brim ósátt við þessa fjármögnun og samninginn við ráðuneytið. Það sem við höfum heyrt almennt frá sjávarútveginum eru sjávarútvegsfyrirtæki langflest meðvituð um það að það er mikilvægt fyrir þau og samfélagið að það sé aukið gagnsæi í stjórnunar- og eignatengslum. Ég treysti því að það verði samstaða um það í nýrri athugun.“ Telurðu að þið hafið hlaupið á ykkur með því að gera þennan samning við ráðuneytið? „Nei, það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitinu er mjög þröngur stakkur skorinn í fjárveitingum og við höfum um langa hríð vakið athygli stjórnvalda á því. Við erum bara að reyna að spila eins vel úr þeim spilum sem við höfum og við mögulega getum,“ segir Páll Gunnar. „Nú er kominn úrskurður frá áfrýjunarnefnd sem segir að þetta sé ekki hægt. Þá unum við því og leitum annarra leiða.“
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13