Viðskipti innlent

Rautt í Kauphöllinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölurnar eru rauðar hjá flestum hlutafélögum eftir daginn í dag.
Tölurnar eru rauðar hjá flestum hlutafélögum eftir daginn í dag. Vísir/vilhelm

Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent.

Mest lækkaði virði hlutabréfa Icelandair í dag og er það í kjölfar þess að afkomuspá félagsins var færð niður í gær. Það má að miklu leyti rekja til mikillar hækkunar á olíuverði.

Á einum tímapunkti í dag hafði gengi hlutabréfa Icelandair lækkað um tíu prósent. Við lokun markaða var lækkunin 6,31 prósent.

Sjá einnig: Afkomuviðvörun Icelandair kom ekki á óvart eftir mikla hækkun á olíuverði

Virði hlutabréfa Skeljungs lækkuðu um 4,8 prósent í dag og þá lækkaði Vís um 3,86 prósent. Flest önnur á markaðnum lækkuðu í virði.

Fjögur félög hækkuðu þó í virði í dag. Fasteignafélagið EIK hækkaði um 4,35 prósent, Íslandsbanki um 0,89 prósent, Arion um 0,72 prósent og Reginn um 0,42 prósent.

Ölgerðin og Reitir stóðu í stað.

Svipaða sögu er að segja af First North markaðnum þar sem Play lækkaði um 3,8 prósent og Solid Clouds um 3,33 prósent. Ef sex félögum þar lækkaði virði fjögurra þeirra og tvö stóðu í stað.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×