Viðskipti innlent

Settur for­stjóri segir upp fjórum starfs­mönnum

Árni Sæberg skrifar
Sara Lind Guðbergsdóttir er settur forstjóri Ríkiskaupa.
Sara Lind Guðbergsdóttir er settur forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm

Fjórum starfsmönnum Ríkiskaupa var sagt upp störfum á föstudag í síðustu viku. Settur forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar komnar til af rekstrarlegum ástæðum.

Þetta segir í frétt Mannlífs um málið. Mannlíf hefur eftir Söru Lind Guðbergsdóttur, settum forstjóra Ríkiskaupa, að mat hafi farið fram út frá verkefnum stofnunarinnar og kjarnaverkefnum, sem skili ákveðnum niðurstöðum sem hafi ekkert með það hver á í hlut, þegar ákveðið var hverjum yrði sagt upp.

Heimildir Mannlífs herma að starfsfólkið hafi allt verið með hæstan starfsaldur hvert á sínu sviði.

Starfsmenn Ríkiskaupa voru aðeins 23 fyrir uppsagnirnar og því er ljóst að þónokkra hagræðingu er að ræða.

Athygli vakti á dögunum þegar setningartími Söru Lindar var framlengdur til áramóta, en hann átti að renna út í lok ágúst. Ástæðan er sögð vinna sem fari nú fram innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framtíðarskipulag umgjarðar innkaupamála hjá ríkinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×