Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs Coca-Cola

Atli Ísleifsson skrifar
Arnþór Jóhannsson.
Arnþór Jóhannsson. Aðsend

Arnþór Jóhannsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölusviðs Coca-Cola á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Arnþór sé með B.sc gráðu í viðskiptafræði frá Saint Mary´s háskóla í Kanada og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Þá segir að hann hafi áður starfað sem stjórnandi hjá Artasan undanfarin fjögur ár sem sölu- og markaðsstjóri lausasölulyfja og þar áður sem sölustjóri félagsins. 

Arnþór tekur við starfinu af Önnu Regínu Björnsdóttur sem tók við sem forstjóri fyrirtækisins á vormánuðum. 

Um 170 manns starfa hjá Coca-Cola á Íslandi, bæði í Reykjavík og á Akureyri.


Tengdar fréttir

Anna Regína nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi

Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Hún tekur við af Einari Snorra Magnússyni sem kveður nú fyrirtækið eftir yfir tuttugu ára starfstíma.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×