50 ár liðin frá herforingjabyltingunni í Chile Gylfi Páll Hersir skrifar 11. september 2023 08:30 Í dag eru 50 ár liðin frá því að herforingjar undir forystu Augusto Pinochet steyptu lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Salvador Allende í Chile með dyggri aðstoð bandarískra stjórnvalda og auðhringa. Herforingjarnir, górillurnar eins og þeir voru víða kallaðir, beittu gífurlegri hörku og fantaskap. Þúsundir voru teknir af lífi, tugþúsundum var smalað inn á íþróttaleikvang höfuðborgarinnar Santiago (margir áttu ekki afturkvæmt, m.a. var tónlistamaðurinn Viktor Jara limlestur og myrtur þar á hræðilegan hátt) og skelfilegar pyntingar á almenningi áttu sér stað. Mörgum tókst að koma sér úr landi. Ég kynntist nokkrum þeirra á námsárum mínum í Danmörku. Hreyfingar spruttu víða upp til stuðnings alþýðu manna í Chile. Hér á landi hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings þennan dag í september, gefnir út bæklingar og gerðir útvarpsþættir. Mogginn og Ríkisútvarpið sýndu valdatökunni hins vegar skilning eða beinan stuðning. Ekkert heyrðist lengi vel frá utanríkisráðherra Íslands, öfugt við kollegana á öllum hinum Norðurlöndunum, fylgispektin við Bandaríkin var í fyrirrúmi. Miklar vonir höfðu verið bundnar við ríkisstjórn Allende og stefnu hennar. Áfallið var því mikið og vakti víða mikil mótmæli. Þetta var á sama tíma og Bandaríkin voru að tapa stríðinu í Víetnam og kröftug mótmæli gegn stríðsrekstri þeirra fóru víða fram. Kopar- og járnvinnsla stóð undir 80% gjaldeyris Chile á árunum fyrir 1970. Einungis 10% námanna voru í eigu Chilebúa en hin 90% voru í eigu bandarískra félaga. Þangað fór stærsti hluti afrakstursins. Þau stjórnuðu jafnframt sölu og dreifingu kopars í heiminum. Lengi var umtalsverður útflutningur landbúnaðarframleiðslu frá Chile, seinni hluta síðustu aldar neyddist Chile hins vegar til þessa að flytja inn matvæli í mjög stórum stíl. Þetta helgaðist af því að svipað og í flestum löndum Suður- og Mið-Ameríku var stærsti hluti ræktaðs lands í eigu örfárra fjölskyldna en bláfátækir leiguliðar ræktuðu landið á löngu úreltan hátt. Ólæsi var útbreitt meðal leiguliðanna, ástand heilbrigðismála skelfilegt og pólitísk réttindi þeirra takmörkuð. Allende bauð sig fyrst fram til forseta landsins 1958 og svo aftur 1964 en þá hafði Kristilegi demókratinn Eduardo Frei betur með ríkulegum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir róttæka stefnuskrá var ekki staðið nema að litlu leyti við loforð um jarðnæðisumbætur og jafnari tekjudreifingu. Erlendar fjárfestingar, einkum japanskra og bandarískra fyrirtækja, jukust á þessum árum. Herinn braut á bak aftur verkföll námamann í tvígang. Í kjölfarið var farið í allsherjarverkfall og gengnar kröfugöngur sem herinn réðst gegn. Þó nokkrir féllu í Santiago. Það var m.a. í þessu ljósi að kosningabandalag Allende, Alþýðufylkingin (Unidad Popular), sigraði í forsetakosningunum í september 1970. Að bandalaginu stóðu nokkrir flokkar: Sósíalistaflokkurinn (flokkur Allende), Kommúnistaflokkurinn, Róttæki-flokkurinn og klofingsbrot frá Kristilegum demókrötum auk tveggja annarra smærri flokka. Alþýðufylking Allende þjóðnýtti kopar-, saltpétur-, járn- og kolanámur auk nokkurra banka – bætur komu á móti. Lög um jarðnæðisumbætur sem fyrri stjórn hafði samþykkt en heykst á að framfylgja var hrundið í framkvæmd. Leiguliðar fengu nú jarðnæði til eigin ræktunar. Laun verkafólks hækkuðu umtalsvert og börn fengu mjólkurglas á degi hverjum. Þúsundir pólitískra fanga voru látnir lausir. Stjórnin tók upp stjórnmálasamband við Kúbu og hóf viðskipti við landið. Hún tók upp aðra stefnu í utanríkismálum og lýsti sig m.a. andsnúna innrásarstríði Bandaríkjanna í Víetnam. Strax að afstöðnum kosningunum 1970 hófu Bandaríkin efnahagsstríð á hendur Chile. Alþjóðabankinn snarminnkaði lán til landsins og erlendar fjárfestingar stöðvuðust. Innflutningur á ýmsum varahlutum og hveiti frá Bandaríkjunum hætti sem og öll efnahagsaðstoð. Bandarísk fyrirtæki sem átt höfðu koparnámurnar kváðust ekki hafa fengið nægilegar bætur fyrir þjóðnýtinguna (kunnugt stef) og reyndu að ýta Chile út af markaðnum. Bandarísku tæknifólki var þröngvað út úr námarekstrinum í þeim tilgangi að skapa vandræði við framleiðsluna. Bandarísk fyrirtæki seldu koparbirgðir sínar til þess eins að lækka heimsmarkaðsverðið á kopar (þeim tókst ætlunarverk sitt, heimsmarkaðsverðið var u.þ.b. helmingi lægra í valdatíma Allende en fyrir og eftir hann). Borgarastéttin í Chile dró úr framleiðslunni, hamstraði nauðsynjar og tók peninga út úr bönkunum. Búðareigendur og vörubílstjórar fóru í verkfall og vel stæðar konur gengu um götur og börðu á pönnur og potta. Allt var gert til að skapa ringulreið og grafa undan stjórnvöldum. Bandarískir heimsvaldasinnar tóku virkan þátt í þessu; sendiráðið, CIA og kúbanskir gagnbyltingarsinnar þjálfaðir af Bandaríkjamönnum. Þegar aðstoð Bandaríkjanna við Chile var hætt var tvennt undanskilið. Í fyrsta lagi héldu þau áfram að styðja (m.a. fjárhagslega) og þjálfa herinn og í öðru lagi var milljónum dollara varið til þess að trufla efnahagslífið m.a. með stuðningi við verkfall vörubílstjóra. Í skýrslu bandarískrar þingnefndar um starfsemi leyniþjónustunnar, CIA fljótlega eftir herforingjabyltinguna kom í ljós að CIA dældi peningum í andstæðinga Allende í kosningunum 1970 eins og hún hafði raunar gert 1964. Þingmönnum var mútað til þess að reyna að koma í veg fyrir samþykkt þeirra á kjöri Allende. “Fjörutíumannanefnd” Öryggisráðs Bandaríkjanna undir forsæti Henry Kissinger samþykkti ríkuleg fjárútlát til þess að skapa sem mestan glundroða í landinu eftir kosningarnar 1970. CIA studdi líka andstæðinga Allende fjárhagslega í þingkosningunum 1973. Samkvæmt vitnisburði Richard Helms forstjóra CIA varði leyniþjónustan tugum milljóna dollara til þess að valda sem mesti upplausn á þriggja ára valdatíma ríkisstjórnar Allende. Enn er ekki vitað hversu mikið fé kom til viðbótar frá stórfyrirtækjunum, innlendum sem bandarískum. Með stjórn Alþýðufylkingar Allende var ákveðin stjórnmálaleg og viðskiptaleg einangrun Kúbu rofin. Aðdáun Allende á kúbönsku byltingunni og Fídel Castro var vel kunn og var þyrnir í augum bandarískra stjórnvalda. Castro var boðið til Chile ári eftir kosningarnar og ferðaðist hann um landið í tæpan mánuð. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn hans til annars lands í Rómönsku Ameríku í 11 ár. Kúbanir studdu ávallt Allende með ráðum og dáð en þeim var líka vel ljóst að lýðræði var ekki ofarlega í huga heimsvaldasinna og ráðastéttarinnar í Chile þegar þrengja tók að hagsmunum þeirra. Allende horfði hins vegar ekki á þessa staðreynd og nýtti ekki tækifæri til þess að fylkja alþýðu manna bak við stefnu og fyrirætlanir stjórnarinnar og búa sig undir að mæta hryðjuverkum andstæðinganna. Herinn og lögreglan voru ekki bandamenn og tóku til sinna ráða þegar færi gafst með skelfilegum afleiðingum fyrir alþýðu í Chile. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og tók virkan þátt í stuðningsstarfi við alþýðu fólks í Chile hér á landi og í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Chile Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 50 ár liðin frá því að herforingjar undir forystu Augusto Pinochet steyptu lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn Salvador Allende í Chile með dyggri aðstoð bandarískra stjórnvalda og auðhringa. Herforingjarnir, górillurnar eins og þeir voru víða kallaðir, beittu gífurlegri hörku og fantaskap. Þúsundir voru teknir af lífi, tugþúsundum var smalað inn á íþróttaleikvang höfuðborgarinnar Santiago (margir áttu ekki afturkvæmt, m.a. var tónlistamaðurinn Viktor Jara limlestur og myrtur þar á hræðilegan hátt) og skelfilegar pyntingar á almenningi áttu sér stað. Mörgum tókst að koma sér úr landi. Ég kynntist nokkrum þeirra á námsárum mínum í Danmörku. Hreyfingar spruttu víða upp til stuðnings alþýðu manna í Chile. Hér á landi hafa verið haldnir útifundir henni til stuðnings þennan dag í september, gefnir út bæklingar og gerðir útvarpsþættir. Mogginn og Ríkisútvarpið sýndu valdatökunni hins vegar skilning eða beinan stuðning. Ekkert heyrðist lengi vel frá utanríkisráðherra Íslands, öfugt við kollegana á öllum hinum Norðurlöndunum, fylgispektin við Bandaríkin var í fyrirrúmi. Miklar vonir höfðu verið bundnar við ríkisstjórn Allende og stefnu hennar. Áfallið var því mikið og vakti víða mikil mótmæli. Þetta var á sama tíma og Bandaríkin voru að tapa stríðinu í Víetnam og kröftug mótmæli gegn stríðsrekstri þeirra fóru víða fram. Kopar- og járnvinnsla stóð undir 80% gjaldeyris Chile á árunum fyrir 1970. Einungis 10% námanna voru í eigu Chilebúa en hin 90% voru í eigu bandarískra félaga. Þangað fór stærsti hluti afrakstursins. Þau stjórnuðu jafnframt sölu og dreifingu kopars í heiminum. Lengi var umtalsverður útflutningur landbúnaðarframleiðslu frá Chile, seinni hluta síðustu aldar neyddist Chile hins vegar til þessa að flytja inn matvæli í mjög stórum stíl. Þetta helgaðist af því að svipað og í flestum löndum Suður- og Mið-Ameríku var stærsti hluti ræktaðs lands í eigu örfárra fjölskyldna en bláfátækir leiguliðar ræktuðu landið á löngu úreltan hátt. Ólæsi var útbreitt meðal leiguliðanna, ástand heilbrigðismála skelfilegt og pólitísk réttindi þeirra takmörkuð. Allende bauð sig fyrst fram til forseta landsins 1958 og svo aftur 1964 en þá hafði Kristilegi demókratinn Eduardo Frei betur með ríkulegum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir róttæka stefnuskrá var ekki staðið nema að litlu leyti við loforð um jarðnæðisumbætur og jafnari tekjudreifingu. Erlendar fjárfestingar, einkum japanskra og bandarískra fyrirtækja, jukust á þessum árum. Herinn braut á bak aftur verkföll námamann í tvígang. Í kjölfarið var farið í allsherjarverkfall og gengnar kröfugöngur sem herinn réðst gegn. Þó nokkrir féllu í Santiago. Það var m.a. í þessu ljósi að kosningabandalag Allende, Alþýðufylkingin (Unidad Popular), sigraði í forsetakosningunum í september 1970. Að bandalaginu stóðu nokkrir flokkar: Sósíalistaflokkurinn (flokkur Allende), Kommúnistaflokkurinn, Róttæki-flokkurinn og klofingsbrot frá Kristilegum demókrötum auk tveggja annarra smærri flokka. Alþýðufylking Allende þjóðnýtti kopar-, saltpétur-, járn- og kolanámur auk nokkurra banka – bætur komu á móti. Lög um jarðnæðisumbætur sem fyrri stjórn hafði samþykkt en heykst á að framfylgja var hrundið í framkvæmd. Leiguliðar fengu nú jarðnæði til eigin ræktunar. Laun verkafólks hækkuðu umtalsvert og börn fengu mjólkurglas á degi hverjum. Þúsundir pólitískra fanga voru látnir lausir. Stjórnin tók upp stjórnmálasamband við Kúbu og hóf viðskipti við landið. Hún tók upp aðra stefnu í utanríkismálum og lýsti sig m.a. andsnúna innrásarstríði Bandaríkjanna í Víetnam. Strax að afstöðnum kosningunum 1970 hófu Bandaríkin efnahagsstríð á hendur Chile. Alþjóðabankinn snarminnkaði lán til landsins og erlendar fjárfestingar stöðvuðust. Innflutningur á ýmsum varahlutum og hveiti frá Bandaríkjunum hætti sem og öll efnahagsaðstoð. Bandarísk fyrirtæki sem átt höfðu koparnámurnar kváðust ekki hafa fengið nægilegar bætur fyrir þjóðnýtinguna (kunnugt stef) og reyndu að ýta Chile út af markaðnum. Bandarísku tæknifólki var þröngvað út úr námarekstrinum í þeim tilgangi að skapa vandræði við framleiðsluna. Bandarísk fyrirtæki seldu koparbirgðir sínar til þess eins að lækka heimsmarkaðsverðið á kopar (þeim tókst ætlunarverk sitt, heimsmarkaðsverðið var u.þ.b. helmingi lægra í valdatíma Allende en fyrir og eftir hann). Borgarastéttin í Chile dró úr framleiðslunni, hamstraði nauðsynjar og tók peninga út úr bönkunum. Búðareigendur og vörubílstjórar fóru í verkfall og vel stæðar konur gengu um götur og börðu á pönnur og potta. Allt var gert til að skapa ringulreið og grafa undan stjórnvöldum. Bandarískir heimsvaldasinnar tóku virkan þátt í þessu; sendiráðið, CIA og kúbanskir gagnbyltingarsinnar þjálfaðir af Bandaríkjamönnum. Þegar aðstoð Bandaríkjanna við Chile var hætt var tvennt undanskilið. Í fyrsta lagi héldu þau áfram að styðja (m.a. fjárhagslega) og þjálfa herinn og í öðru lagi var milljónum dollara varið til þess að trufla efnahagslífið m.a. með stuðningi við verkfall vörubílstjóra. Í skýrslu bandarískrar þingnefndar um starfsemi leyniþjónustunnar, CIA fljótlega eftir herforingjabyltinguna kom í ljós að CIA dældi peningum í andstæðinga Allende í kosningunum 1970 eins og hún hafði raunar gert 1964. Þingmönnum var mútað til þess að reyna að koma í veg fyrir samþykkt þeirra á kjöri Allende. “Fjörutíumannanefnd” Öryggisráðs Bandaríkjanna undir forsæti Henry Kissinger samþykkti ríkuleg fjárútlát til þess að skapa sem mestan glundroða í landinu eftir kosningarnar 1970. CIA studdi líka andstæðinga Allende fjárhagslega í þingkosningunum 1973. Samkvæmt vitnisburði Richard Helms forstjóra CIA varði leyniþjónustan tugum milljóna dollara til þess að valda sem mesti upplausn á þriggja ára valdatíma ríkisstjórnar Allende. Enn er ekki vitað hversu mikið fé kom til viðbótar frá stórfyrirtækjunum, innlendum sem bandarískum. Með stjórn Alþýðufylkingar Allende var ákveðin stjórnmálaleg og viðskiptaleg einangrun Kúbu rofin. Aðdáun Allende á kúbönsku byltingunni og Fídel Castro var vel kunn og var þyrnir í augum bandarískra stjórnvalda. Castro var boðið til Chile ári eftir kosningarnar og ferðaðist hann um landið í tæpan mánuð. Þetta var fyrsta opinbera heimsókn hans til annars lands í Rómönsku Ameríku í 11 ár. Kúbanir studdu ávallt Allende með ráðum og dáð en þeim var líka vel ljóst að lýðræði var ekki ofarlega í huga heimsvaldasinna og ráðastéttarinnar í Chile þegar þrengja tók að hagsmunum þeirra. Allende horfði hins vegar ekki á þessa staðreynd og nýtti ekki tækifæri til þess að fylkja alþýðu manna bak við stefnu og fyrirætlanir stjórnarinnar og búa sig undir að mæta hryðjuverkum andstæðinganna. Herinn og lögreglan voru ekki bandamenn og tóku til sinna ráða þegar færi gafst með skelfilegum afleiðingum fyrir alþýðu í Chile. Höfundur er áhugasamur um það sem gerist í heiminum og tók virkan þátt í stuðningsstarfi við alþýðu fólks í Chile hér á landi og í Danmörku.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun