Ójafnt er gefið Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 9. september 2023 08:01 Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á næstu vikum og mánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg og í gegnum Miðdali og svo hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Samgöngur Byggðamál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni, já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Það er og verður aldeilis verk að vinna hjá Alþingismönnum kjördæmisins á næstu vikum og mánuðum við að fá fram leiðréttingu hvað Vesturland varðar í tillögu að Samgönguáætlun og mikilvægt að sveitarfélög og landshlutasamtökin okkar góðu standi þétt að baki þeim í þeirri mikilvægu vinnu. Við í Dalabyggð höfum kynnt okkar tillögur að forgangsröðun vegaframkvæmda því ástand vega í Dalabyggð verður að bæta eins fljótt og auðið er. Bæði hvað varðar stofnvegi líkt og við á um Skógarstrandarveg og í gegnum Miðdali og svo hvað tengivegina okkar varðar sem eru að miklu leiti enn malarvegir sem skólabörn og fólk á leið til vinnu hristist um með tilheyrandi óþægindum og óheyrilegu sliti á ökutækjum og dekkjum. Góðir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa sem og atvinnubílstjóra og þeirra ferðamanna sem um vegina aka. Dalirnir og við íbúar á Vesturlandi allir eigum mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar