Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 22:32 Haukar gengu án efa súrir af velli í Kópavoginum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10. Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10.
Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira