Nýliðarnir skelltu silfurliðinu frá því í fyrra Smári Jökull Jónsson skrifar 8. september 2023 22:32 Haukar gengu án efa súrir af velli í Kópavoginum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar HK í Olís-deild karla í handknattleik komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir lögðu silfurlið Hauka frá því í fyrra í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld. Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10. Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Haukar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar í fyrra þar sem liðið beið lægri hlut eftir æsispennandi einvígi gegn ÍBV. Haukum gekk reyndar afleitlega í sjálfri deildakeppninni og var hársbreidd frá því að missa af úrslitakeppninni. Þar fór liðið hins vegar á flug og Haukar lögðu bæði Val og Aftureldingu áður en ÍBV stöðvaði för þeirra. Í kvöld mætti liðið nýliðum HK í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en HK hefur verið hálfgert jójó-lið á milli efstu- og næstefstu deildar síðustu árin. Það var hins vegar ekki að sjá að HK væru að spila fyrsta leik sinn í Olís-deildinni í langan tíma. Liðið lenti 5-2 undir snemma leiks og Haukar voru með yfirhöndina lengst af í fyrri hálfleiknum. Vítaskot í súginn undir lokin Undir lok hálfleiksins tókst HK hins vegar að bíta frá sér og aðeins einu marki munaði í hálfleik, staðan þá 15-14 fyrir gestina úr Hafnarfirði. Í síðari hálfleik var síðan jafnt á nær öllum tölum til að byrja með. Liðin skiptust á forystunni en í stöðunni 23-23 skoruðu HK-ingar fjögur mörk gegn einu og munurinn skyndilega orðinn þrjú mörk. Þann mun létu Kópavogsbúar aldrei af hendi, þó Haukar hafi komist nærri því að jafna. Á lokasekúndunni fékk Guðmundur Bragi Ástþórsson tækifæri til að jafna metin af vítalínunni en Róbert Örn Karlsson í marki HK varði við gríðarlegan fögnuð sinna manna. Lokatölur 30-29 HK í vil sem þar með næla sér í tvö dýrmæt stig. Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Júlíus Flosason 8, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 7, Kristján Ottó Hjálmsson, Kristján Pétur Barðason 2, Kristófer Ísak Bárðarson 1. Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9 (1 víti), Sigurjón Guðmundsson 4. Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 9, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Össur Haraldsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Úlfur Gunnar Kjartansson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarsson 10.
Olís-deild karla Haukar HK Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira