Á von á enn hærri sektum á næstu árum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 21:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Metsektin sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip á fimmtudag hljóðar upp á 4,2 milljarða króna. Sú hæsta fyrir það var lögð á Eimskip er félagið gerði sátt í sama máli og Samskip er sektað fyrir. Keyrðu félögin tvö upp gjöld á viðskiptavini sína með ólögmætu samráði árin 2008 til 2013. Klippa: Sektir fari hækkandi Fyrir utan sektir Eimskips og Samskipa er aðeins ein sekt í sögu eftirlitsins sem nær yfir milljarð króna eftir verðlagsleiðréttingu. Er það þegar Olís var sektað árið 2004 vegna verðsamráðs olíufélaganna á Íslandi. Lægsta sektin á topp tíu listanum hljóðar upp á tæplega sex hundruð milljónir króna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir það hafa verið horft til ýmissa þátta við ákvörðun sektarupphæðarinnar. Meðal annars til þess hve flutningamarkaður skiptir miklu máli á eyju sem Íslandi. „Það er þannig að stjórnvaldssektir gagnvart fyrirtækjum í samkeppnismálum hafa þann tilgang að skapa varnaráhrif. Þeim er ætlað að koma skilaboðum í atvinnulífið um það að brot af þessu tagi verði ekki liðin. Sektirnar endurspegla það líka að brot af þessu tagi eru mjög alvarleg. Þau geta valdið miklu tjóni fyrir samfélög, neytendur og atvinnulífið í heild sinni,“ segir Páll. Páll á von á að fjárhæð sekta í málum sem þessu muni hækka á næstu árum líkt og er að gerast í öðrum Evrópuríkjum. „Þetta er einfaldlega sekt sem Samkeppniseftirlitið rökstyður í ákvörðuninni og er sú sekt sem eftirlitið telur við hæfi. En eins og er líka rakið, þá eru sektir að hækka í Evrópu, innan EES. Það er verið að huga að setningu nýrra reglna um ákvarðanir á sektum. Og það er líklegt að þær muni leiða til þess að sektir í málum af þessu tagi verði enn hærri en hingað til hefur verið,“ segir Páll. Rannsókn málsins tók tíu ár og segir Páll margt hafa valdið því, meðal annars röng upplýsingagjöf fyrirtækjanna tveggja. „Þetta mál fór sautján sinnum fyrir áfrýjunarnefnd og dómstóla. Það hefur áhrif á málsmeðferðina að það er búið að reyna á mjög mörk atriði undir rekstri málsins,“ segir Páll. Samskip hefur nú fjórar vikur til þess að kæra sektina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Tengdar fréttir Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05 Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07 Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Sjá meira
Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. 1. september 2023 12:05
Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31. ágúst 2023 18:07
Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. 1. september 2023 11:09