Viðskipti innlent

HS Orka kaupir tvær virkjanir í Fjarðar­á

Kjartan Kjartansson skrifar
Bjólfsvirkjun í Fjarðará sem HS Orka festi kaup á.
Bjólfsvirkjun í Fjarðará sem HS Orka festi kaup á. HS Orka

Orkufyrirtækið HS Orka festi kaup á félagi sem á og reku tvær vatnsafslvirkjanir í Fjarðará í Seyðisfirði um mánaðamótin. Framleiðsla virkjananna verður notuð til þess að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi.

Bjólfs- og Gúlsvirkjun voru í eigu Íslenskrar orkuvirkjunar Seyðisfirði ehf. HS Orka hefur hins vegar keypt alla orku og stýrt framleiðslu virkjananna alt frá því að hún hófst árið 2009, að því er segir í tilkynningu frá HS Orku.

HS Orka kaupir virkjanirnar af Kili fjárfestingarfélagi ehf. Kaupverðsins er ekki getið í tilkynningunni. Kaupin eru sögð fjármögnuð að stærstum hluta með eiginfjárframlagi hluthafa HS Orku. Uppsett afl virkjananna er samtals 9,8 megavött. 

Miðlun úr lónum í Heiðarvatni og Þverárlóni á Fjarðarheiði er sögð gera HS Orku kleift að nýta framleiðslu virkjananna til að mæta álagstoppum almennra notenda að vetrarlagi. Framleiðsla virkjananna er sögð fyrst og fremst hugsuð fyrir orkusölu til almennra notenda.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.