Viðskipti innlent

Veitinga­staðnum El Faro lokað

Atli Ísleifsson skrifar
El Faro er til húsa nærri Garðskagavita í Garðinum á Suðurnesjum.
El Faro er til húsa nærri Garðskagavita í Garðinum á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm

Eigendur veitingastaðarins El Faro, sem staðsettur er við Lighthouse Inn, nærri Garðskagavita í Garði á Suðurnesjum, hafa ákveðið að loka staðnum í næsta mánuði.

Frá þessu greinir á Facebook-síðu veitingastaðarins. Veitingastaðurinn opnaði vorið 2022 og hefur þar verið hægt að snæða rétti frá Spáni og fleiri Miðjarðarhafslöndum, unnir úr íslensku hráefni. 

„Við höfum nú tekið þá erfiðu ákvörðun um að loka El Faro í lok september vegna breyttra aðstæðna. Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri og erum við afar þakklát öllum þeim frábæru viðskiptavinum, starfsfólki og velunnurum El Faro fyrir viðskiptin, hlýjuna og góð samskipti á þessu eina og hálfa ári sem við höfum haft opið. 

Við hvetjum alla þá sem eiga gjafabréf hjá okkur að nýta þau sem allra fyrst. Við munum tilkynna um nákvæma lokunardagsetningu þegar nær dregur. Nú hver hver að verða síðastur til að kíkja á okkur! Vonumst til að sjá ykkur sem flest þangað til,“ segir í færslunni.

Það eru ung pör frá Garði og Spáni - þau Inma Verdú Sánches og Álvaro Andrés Fernandez og Viktor og Jenný María - sem hafi rekið staðinn. Á síðu El Faro segir að þau hafi kynnst á Flateyri í gönguferð um Hornstrandir og fengið þar þá hugmynd að opna veitingastað í Garði.

Boðið hefur verið upp á mat frá Spáni og fleiri Miðjarðarhafslöndum á El Faro í Garði.El Faro





Fleiri fréttir

Sjá meira


×