Max Verstappen með níunda sigurinn í röð og jafnaði met Sebastian Vettel Siggeir Ævarsson skrifar 27. ágúst 2023 16:00 Max Verstappen fagnar sínum 9. sigri í röð Vísir/Getty Ekkert lát er á yfirburðum Max Verstappen í Formúlu 1 þetta árið en hann vann sinn 9. sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Zandvoort brautinni í Hollandi. Með sigrinum jafnaði hann met Þjóðverjans Sebastian Vettel yfir flesta sigra í röð. Líkt og í tímatökunni setti rigningin svip sinn á keppnina í dag þar sem bílar flugu út og suður og rauða flaggið fór á loft oftar en einu sinni. Öryggisbíllinn kom út þegar aðeins sjö hringir voru eftir af 72. Verstappen kom að lokum fyrstur í mark við erfiðar aðstæður, tæpur þremur sekúndum á undan Fernando Alonso og sjö sekúndum á undan Pierre Gasly sem komst á verðlaunapall í fjórða sinn á ferlinum en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Alpine áttu ökumann á palli. Verstappen er eftir keppni dagsins með 339 stig í keppni ökumanna og samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, kemur næstur með 201. Í þriðja sæti er svo Fernando Alonso með 168 stig og Lewis Hamilton er með 156 í fjórða sæti. Í keppni bílasmiða er Red Bull með afgerandi forskot og hafa rakað saman 540 stigum alls en Mercedes koma næstir með 255 stig. Fræga fólkið lætur sig ekki vanta á Formúlu 1 keppnirnar. Steve Carell var meðal gesta í dag.Vísir/Getty Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Líkt og í tímatökunni setti rigningin svip sinn á keppnina í dag þar sem bílar flugu út og suður og rauða flaggið fór á loft oftar en einu sinni. Öryggisbíllinn kom út þegar aðeins sjö hringir voru eftir af 72. Verstappen kom að lokum fyrstur í mark við erfiðar aðstæður, tæpur þremur sekúndum á undan Fernando Alonso og sjö sekúndum á undan Pierre Gasly sem komst á verðlaunapall í fjórða sinn á ferlinum en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Alpine áttu ökumann á palli. Verstappen er eftir keppni dagsins með 339 stig í keppni ökumanna og samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, kemur næstur með 201. Í þriðja sæti er svo Fernando Alonso með 168 stig og Lewis Hamilton er með 156 í fjórða sæti. Í keppni bílasmiða er Red Bull með afgerandi forskot og hafa rakað saman 540 stigum alls en Mercedes koma næstir með 255 stig. Fræga fólkið lætur sig ekki vanta á Formúlu 1 keppnirnar. Steve Carell var meðal gesta í dag.Vísir/Getty
Akstursíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira