Viðskipti innlent

Hildur Björk frá Isavia til VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Björk Hafsteinsdóttir.
Hildur Björk Hafsteinsdóttir. VÍS

Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá VÍS.

Í tilkynningu segir að Hildur Björk hafi víðtæka þekkingu á markaðsmálum og búi yfir umfangsmikilli reynslu sem stjórnandi. 

„Undanfarið ár hefur Hildur starfað sem forstöðumaður hjá ISAVIA þar sem að hún leiddi markaðsmál félagsins og upplifun farþega á Keflavíkurflugvelli. 

Þar áður starfaði Hildur sem forstöðumaður markaðsmála hjá Símanum. Hún er með meistaragráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS-gráðu í sömu grein frá Háskóla Íslands. 

Á árunum 2018-2022, sat Hildur Björk í stjórn ÍMARK, samtökum íslensks markaðsfólks. Hún hefur einnig kennt markaðsfræði í meistaranámi við Háskóla Íslands. Hildur Björk hefur störf 1. september nk.,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×