Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 10:38 Íslendingar hafa löngum byrjað daginn á því að taka lýsi. En hefur það tilætluð áhrif á líkamann? Getty Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla. Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla.
Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira