Segja neytendur blekkta með fagurgala um áhrif omega-3 fæðubótarefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2023 10:38 Íslendingar hafa löngum byrjað daginn á því að taka lýsi. En hefur það tilætluð áhrif á líkamann? Getty Ný rannsókn bendir til þess að framleiðendur fæðubótarefna sem innihalda fiskiolíu séu ófeimnir við að markaðsetja hana sem góða fyrir hjarta- og æðakerfið, jafnvel þótt rannsóknir hafi sýnt fram á að áhrif þeirra séu lítil eða engin. Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla. Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Samkvæmt frétt Washington Post um málið hafa rannsóknir sýnt fram á að neysla sjávarfangs sé góð fyrir hjartað og að þeir sem neyta sjávarfangs reglulega séu minna líklegir til að deyja af völdum hjartasjúkdóma. Ávinningin má meðal annars rekja til omega-3 fitusýra en neysla þeirra í pilluformi virðist ekki skila sama árangri og að fá þær beint úr matvælum. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar voru birtar í JAMA Cardiology í gær en rannsóknin náði til yfir 2.000 fæðubótarefna sem innihalda fiskolíu. Í um 80 prósent tilvika reyndust vörurnar auglýstar með texta um góð áhrif omega-3 á líkamann og í um 60 prósent tilvika var fjallað um góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Ann Marie Navar, hjartasérfræðingur við University of Texas Southwestern Medical Center og einn af skýrsluhöfundunum, segir hið almenna orðalag blekkja neytendur til að halda að fæðubótarefnin leiði til ávinnings fyrir heilann og hjartað. Sérfræðingar segja rannsóknir, þar af tvær nýlegar, ekki benda til þess að svo sé. Navar segir að hún og kollegar hennar hafi ákveðið að ráðast í rannsóknina á fæðubótarefnunum eftir að hafa ítrekað heyrt sjúklinga sína tala um að þeir væru að taka þau fyrir hjartað. Það kæmi þeim alltaf á óvart þegar hún upplýsti þá um að líklega hefðu efnin engin áhrif. „Það kemur mér ekki á óvart að sjúklingar mínir haldi að fiskiolía sé að hjálpa þeim,“ segir hún eftir að hafa rannsakað það hvernig vörurnar eru merktar og auglýstar. Samkvæmt umfjöllun Washington Post hafa niðurstöður rannsókna ekki allar verið á einn veg hvað varðar mögulegan ávinning af inntöku fiskiolíu en nýjar rannsóknir, sem náðu til samtals 45.000 einstaklinga, virðast benda til þess að hann sé takmarkaður. Luke Laffin, sérfræðingur í forvörnum hjartasjúkdóma hjá Cleveland Clinic, segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, það er að segja að verið sé að ýja að því við neytendur að fæðubótarefnin muni hjálpa þeim. „Ef við héldum að þau hefðu góð áhrif þá værum við að ávísa þeim,“ segir hann. Laffin segist hvetja sjúklinga sína til að fá omega-3 með því að neyta sjávarfangs og annarra matvæla.
Lyf Matvælaframleiðsla Heilbrigðismál Neytendur Heilsa Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira