Marinó hættir sem forstjóri Kviku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2023 14:44 Marínó Örn Tryggvason hættir í Kviku. Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. Ármann hætti störfum sem forstjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið aðstoðarforstjóri. Í tilkynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda áfram að leiða félagið í áframhaldandi uppbyggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi áorkað hingað til. „Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt,“ segir Marinó í tilkynningu. Hann segir félagið standa á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skili miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan séu mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þem grunni. „Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.“ Haft er eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum velfarnaðar. „Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku,“ segir Sigurður.Haft er eftir Ármanni í tilkynningunni að hann hlakki til að taka við forstjórastarfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnartaumana.„Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans. Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar,“ segir Ármann. Kvika banki Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Ármann hætti störfum sem forstjóri Kviku árið 2019 og tók þá Marinó við honum. Þar áður hafði Marinó verið aðstoðarforstjóri. Í tilkynningu Marinós segir hann ekki telja rétt að halda áfram að leiða félagið í áframhaldandi uppbyggingu þess en að hann sé stoltur af því sem hann hafi áorkað hingað til. „Ég hóf störf hjá Kviku fyrir rúmum sex árum og hef verið forstjóri félagsins síðustu fjögur ár. Á þessum tíma hefur bankinn breyst mikið og er núna orðið eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum landsins. Ég er stoltur af því hvað okkur, sem störfum hjá félaginu, hefur tekist að efla rekstur þess og vöxt,“ segir Marinó í tilkynningu. Hann segir félagið standa á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, séu farnar að skila sér. Kvika hafi auk þess aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skili miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan séu mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þem grunni. „Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.“ Haft er eftir Sigurði Hannessyni, stjórnarformanni Kviku, að bankinn hafi eflst mjög síðan Marinó tók við. Hann þakkar Marinó fyrir störf hans í þágu bankans og segir stjórnina óska honum velfarnaðar. „Þá er það ánægjuefni að geta tilkynnt um ráðningu Ármanns Þorvaldssonar sem forstjóra bankans. Ármann hefur strax störf sem forstjóri og fáir sem þekkja til starfsemi Kviku jafnvel og hann. Reynsla og þekking Ármanns á fjármálamarkaði gerir það að verkum að hann verður öflugur leiðtogi bankans sem getur unnið af krafti úr þeim fjölmörgu tækifærum sem blasa við Kviku,“ segir Sigurður.Haft er eftir Ármanni í tilkynningunni að hann hlakki til að taka við forstjórastarfinu. Hann segir Kviku hafa breyst frá því hann hafi áður haldið um stjórnartaumana.„Ég sé fjölmörg tækifæri til þess að efla Kviku áfram og það verður verkefni næstu missera að vinna úr þeim til hagsbóta fyrir hluthafa bankans. Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar,“ segir Ármann.
Kvika banki Íslenskir bankar Vistaskipti Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira