Viðskipti innlent

Vala er nýr for­stjóri hjá Sæ­býli

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis.
Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis.

Vala Val­þórs­dóttir er nýr for­stjóri Sæ­býlis, há­tækni­fyrir­tækis í þróun fram­leiðslu­að­ferða við land­eldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í til­kynningu frá fyrir­tækinu.

Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. septem­ber næst­komandi. Stofnandi Sæ­býlis, Ás­geir Guðna­son, sem áður gegndi hlut­verki for­stjóra mun í kjöl­far ráðningarinnar taka við stöðu fram­kvæmda­stjóra rann­sóknar og þróunar þar sem hann mun ein­beita sér að á­fram­haldandi þróunar- og ný­sköpunar­starfi fyrir­tækisins.

Vala er lög­fræðingur að mennt og hefur um­fangs­mikla reynslu af við­skiptum og stjórnun, að því er fram kemur í til­kynningu fyrir­tækisins. Áður starfaði Vala sem við­skipta­þróunar­stjóri hjá Lands­virkjun þar sem hún bar á­byrgð á tæki­færa­sköpun væntan­legra við­skipta­vina Lands­virkjunar og studdi upp­bygginu grænna iðn­greina. Þar áður var hún í fram­kvæmda­stjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölu­stjóra.

„Það er mikill á­vinningur að fá Völu inn sem for­stjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæ­býlis. Hún býr yfir marg­þættri og al­þjóð­legri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrir­tækisins inn á nýja markaði. Sæ­býli hlakkar til sam­starfs við Völu í þeirri mark­vissu stefnu um að auka fram­leiðslu og árangur fyrir­tækisins,“ segir Sigurður Péturs­son, stjórnar­for­maður Sæ­býlis í til­kynningunni.

Horfa til fram­leiðslu fyrir há­gæða veitinga­staði

Sæ­býli var stofnað árið 1993 af Ás­geiri Guðna­syni sem hefur lagt tugi ára í þróun og að­lögun á einni verð­mætustu eldis­tegund heims sem á upp­runa sinn við hlý­sjávar­að­stæður í Japan. Fyrir­tækið hefur þróað ný­stár­lega og leiðandi sjálf­bæra há­tækni­að­ferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóð­réttu eldis­kerfi, að því er segir í til­kynningunni.

Starf­semin er í Grinda­vík þar sem heitur jarð­sjór og endur­nýjan­leg orka frá Reykja­nes­virkjun er nýtt til að knýja fram­leiðslu fyrir­tækisins. Stefnt er á upp­byggingu á­fra­meldis á Reykja­nesi á næsta ári. Sæ­býli horfir meðal annars á fram­leiðslu fyrir há­gæða veitinga­staði fyrir Evrópu, Banda­ríkin og Asíu.

„Ára­tuga­löng þróunar- og rann­sóknar­vinna hefur komið Sæ­býli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrir­tækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Ný­sköpun og hug­mynda­auðgi er og verður lykillinn að okkar vel­gengni.“ segir Vala Val­þórs­dóttir, ný­ráðinn for­stjóri Sæ­býlis.

„Við munum ein­setja okkur að hugsa út fyrir rammann, til­einka okkur fram­úr­stefnu­legar tækni­nýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frá­bæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæ­býli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raun­gera þær metnaðar­fullu á­ætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxta­mögu­leikarnir gífur­legir.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×