Viðskipti innlent

B5 má ekki heita B5

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Markmið þeirra Sverris og Vestu var að „endurvekja gamla B5“
Markmið þeirra Sverris og Vestu var að „endurvekja gamla B5“ aðsend

Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. 

Samkvæmt skráningu Hugverkastofu er vörkumerkið í eigu KG ehf. og hafði því verið notað í heimildarleysi frá því að eigendaskipti urðu á skemmtistaðnum. Þá var nafni staðarins breytt úr Bankastræti Club í B5.

Eigendaskipti urðu í júní síðastliðinn þegar Sverrir Einar Eiríksson, oft kenndur við Nýju vínbúðina, stóð að baki kaupum á skemmtistaðnum sem var áður í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavaldi og World-class erfingja.

„Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ sagði í tilkynningu Sverris og unnustu hans Vestu Mikute eftir að greint hafði verið frá eigendaskiptunum.

Sjá einnig: Markmiðið að endurvekja gamla B5

Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögbannið lagt á fyrr í vikunni og því ljóst að eigendur þurfa að breyta nafni staðarins áður en rekstri er haldið áfram.


Tengdar fréttir

Sjáðu stemninguna á opnunar­kvöldi Banka­stræti Club

Nýr klúbbur verður opnaður í kvöld, eins og hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum, þar sem hinn vinsæli B5 var áður til húsa. Klúbburinn, Bankastræti Club, er nokkuð ólíkur öðrum skemmtistöðum miðbæjarins.

Markmiðið að endurvekja gamla B5

„Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.