Viðskipti innlent

Anna ekki eftir­spurn og loka

Árni Sæberg skrifar
Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi.
Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi. Domino's

Domino‘s á Íslandi hefur neyðst til þess að loka fyrir pantanir eftir að neytendur pöntuðu pitsur á þrjátíu ára gömlu verði í meira mæli en búist var við.

„Okkur óraði ekki fyrir þessum frábæru viðtökum á afmælisdaginn, en nú eru það margar pantanir í bið að við getum því miður ekki tekið við fleiri og neyðumst til að loka öllum verslunum okkar vegna álags,“ segir í tilkynningu á Facebooksíðu Domino's.

Allar pantanir sem þegar hafi borist verði þó afgreiddar. 

Greint var frá því fyrr í dag að í tilefni af þriggja áratuga afmæli veitingahúsakeðjunnar hér á landi yrði boðið upp á pitsur á sama verði og árið 1993. 

Svo virðist sem það sé ekki aðeins álag á pöntunarkerfi Domino's. Ef miða má við myndir frá Garðatorgi virðist fólk standa í löngum röðum til þess að sækja pitsuna sína.

Garðbæingar virðast sólgnir í pitsu eins og aðrir.Vísir/Nanna Guðrún
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.