Vísitala íbúðaverðs lækkar áfram og kaupsamningum fækkar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 11:37 Kaupsamningum Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,8 prósent milli mánaða í júlí. Árshækkun vísitölu hefur ekki mælst jafn lítil síðan 2011. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júní voru sautján prósentum færri en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum. Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans undir liðnum efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,8 prósent milli mánaða í júlí og lækkað um 1,1 prósent í júní. Fyrir það hafi hún hækkað á milli mánaða fjóra mánuði í röð. Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,8 prósent, mun meira en fjölbýlishlutinn sem lækkaði um 0,2 prósent. Árshækkun vísitölunnar fór úr 2,7 prósentum niður í 0,8 prósent og hefur hún ekki verið svo lítil síðan í janúar 2011. Árshækkunin náði hámarki í júní í fyrra þegar hún mældist 25,5 prósent. Þessi mikla lækkun á tólf mánaða breytingunni er tilkomin vegna þess að vísitalan lækkaði milli mánaða og vegna þess að mælingin frá í júlí 2022 datt út úr ársbreytingunni. Ólíklegt að markaðurinn komist á skrið Á vef Landsbankans kemur einnig fram að 514 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í júní, samkvæmt tölum HMS. Um sautján prósentum færri en í júní í fyrra. Síðustu 23 mánuði hafa kaupsamningar verið færri en í sama mánuði árið á undan. Þeim fækkaði þó minna milli ára í júní heldur en í maí og apríl, þegar þeim fækkaði um 35 prósent og 26 prósent milli ára. Landsbankinn segir að vaxtahækkanir hafi komið skýrast fram á íbúðamarkaði og að markaðurinn fari enn kólnandi þó viðskipti séu langt frá því að stöðvast. Enn séu í gildi reglur um þrengri lánþegaskilyrði sem styðji við áhrif vaxtahækkana og torvelda ekki síst nýjum kaupendum að koma inn á markaðinn. Þá segir að frá því að fasteignamarkaðurinn fór að róast um mitt síðasta ár hafi mánaðarbreyting vísitölu verið breytileg og óútreiknanleg. Því sé ekki útséð um að íbúðaverð geti hækkað aftur lítillega á næstu mánuðum. Ólíklegt sé að markaðurinn komist á mikið skrið á meðan vextir eru eins háir og nú. Verðþróun velti því að miklu leyti á því hvenær verðbólgan hjaðnar nógu mikið til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferli. Verðbólgan skrifist nú að litlu leyti á íbúðamarkað og þessar nýju tölur gefi frekari ástæðu til að telja að peningastefnunefnd taki mun minna skref í næstu viku en á síðustu fundum.
Húsnæðismál Verðlag Kjaramál Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira