Útlit fyrir hægari uppbyggingu þegar fólksfjölgun nær nýjum hæðum Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2023 12:22 Byggingaframkvæmdir eru víða í fullum gangi. vísir/vilhelm Útlit er fyrir að nýjar íbúðir rísi nú með álíka hraða hérlendis og sást árin 2022 og 2021. Á sama tíma fjölgar íbúðum á fyrsta byggingastigi ekki líkt og síðustu ár og eru merki um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Vísbendingar eru um að hægja eigi eftir á uppbyggingunni nú þegar stefnir í að mannfjölgun nái nýjum hæðum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir hafa risið á landinu þar sem af er ári. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að 2.843 nýjar íbúðir verði fullbúnar á þessu ári, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Jafnframt gerir stofnunin ráð fyrir 2.814 nýjum fullbúnum íbúðum á næsta ári. Samtals eru um að ræða 5.657 íbúðir á tveggja ára tímabili en sú tala er nokkuð undir síðustu spá HMS um 6.375 nýjar fullbúnar íbúðir. Framvinda stendur oftar í stað Velta í byggingariðnaði hefur aukist hratt síðustu mánuði og var hún 17% meiri í mars og apríl en á sama tíma í fyrra, samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Þá hefur starfsfólk í greininni hefur ekki verið fleira frá árinu 2008. Íbúðum á fyrsta byggingarstigi fjölgar þó ekki eins og síðustu ár og vísbendingar eru um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Fram kemur í samantekt Hagfræðideildar Landsbankans að íbúðum í byggingu hafi fjölgað sífellt milli talninga HMS. Voru þær 8% fleiri í mars en í september og 21% fleiri í mars í ár en í mars í fyrra. Fjölgunin virðist þó ekki skýrast af auknum krafti í uppbyggingu heldur sé meira um það en áður að framvinda í uppbyggingu íbúða standi í stað, að því er segir í Hagsjánni. Leggi meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný Líkt og áður segir eru vísbendingar um að hugsanlega fari að hægja á uppbyggingu. HMS spáir því að nýjar íbúðir verði mun færri árið 2025 en nú, eða 1.983 talsins. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að nýjasta talning HMS gefi til kynna að færri ný byggingarverkefni hafi farið af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Í septembertalningunni voru 2.574 nýjar framkvæmdir og í marstalningunni 2022 voru þær 2.687. Íbúðum á síðari byggingarstigum hefur jafnframt fjölgað meira en þeim á fyrri stigum. Þetta er sagt gefa til kynna að verktakar leggi meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin og byrji síður á nýjum. Hagfræðideild Landsbankans segir jafnframt að íbúðum á fjórða byggingarstigi hafi fjölgað mest og óvenjumargar íbúðir haldist á því byggingarstigi frá síðustu talningu HMS sem fram fór í september. Íbúðirnar hafa þá verið gerðar fokheldar og framvindan svo stöðvast. Telur HMS þetta mögulega vera merki um að byggingaverktakar haldi að sér höndunum. Landsbankinn „Ýmsir þættir kunna að hafa áhrif, svo sem verri vaxtakjör til fyrirtækja heldur en fyrir tveimur og þremur árum, verri vaxtakjör til einstaklinga og þar með minni eftirspurn eftir húsnæði til kaupa, óvissa um verðþróun á íbúðamarkaði og vaxtaþróun og einnig hærri launa- og byggingarkostnaður. Þó ber að hafa í huga að á síðustu tíu árum hefur íbúðaverð hækkað langtum hraðar en byggingarkostnaður og laun og þótt verulega hafi hægt á hækkunum íbúðaverðs er langt frá því að laun og byggingarkostnaður hafi náð í skottið á því,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir jafnframt að íbúum á Íslandi fjölgi hratt og hafi verið 3,4% fleiri á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Fjölgunin var 3,1% á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og hafði þá aldrei verið jafnmikil á einu ári. Er nú útlit fyrir að nýtt met í fólksfjölgun verði slegið á þessu ári sem auki jafnframt enn frekar eftirspurn eftir húsnæði. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir hafa risið á landinu þar sem af er ári. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að 2.843 nýjar íbúðir verði fullbúnar á þessu ári, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Jafnframt gerir stofnunin ráð fyrir 2.814 nýjum fullbúnum íbúðum á næsta ári. Samtals eru um að ræða 5.657 íbúðir á tveggja ára tímabili en sú tala er nokkuð undir síðustu spá HMS um 6.375 nýjar fullbúnar íbúðir. Framvinda stendur oftar í stað Velta í byggingariðnaði hefur aukist hratt síðustu mánuði og var hún 17% meiri í mars og apríl en á sama tíma í fyrra, samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Þá hefur starfsfólk í greininni hefur ekki verið fleira frá árinu 2008. Íbúðum á fyrsta byggingarstigi fjölgar þó ekki eins og síðustu ár og vísbendingar eru um að fleiri íbúðir í byggingu standi ókláraðar en áður. Fram kemur í samantekt Hagfræðideildar Landsbankans að íbúðum í byggingu hafi fjölgað sífellt milli talninga HMS. Voru þær 8% fleiri í mars en í september og 21% fleiri í mars í ár en í mars í fyrra. Fjölgunin virðist þó ekki skýrast af auknum krafti í uppbyggingu heldur sé meira um það en áður að framvinda í uppbyggingu íbúða standi í stað, að því er segir í Hagsjánni. Leggi meiri áherslu á að klára verkefni en hefja ný Líkt og áður segir eru vísbendingar um að hugsanlega fari að hægja á uppbyggingu. HMS spáir því að nýjar íbúðir verði mun færri árið 2025 en nú, eða 1.983 talsins. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að nýjasta talning HMS gefi til kynna að færri ný byggingarverkefni hafi farið af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Í septembertalningunni voru 2.574 nýjar framkvæmdir og í marstalningunni 2022 voru þær 2.687. Íbúðum á síðari byggingarstigum hefur jafnframt fjölgað meira en þeim á fyrri stigum. Þetta er sagt gefa til kynna að verktakar leggi meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin og byrji síður á nýjum. Hagfræðideild Landsbankans segir jafnframt að íbúðum á fjórða byggingarstigi hafi fjölgað mest og óvenjumargar íbúðir haldist á því byggingarstigi frá síðustu talningu HMS sem fram fór í september. Íbúðirnar hafa þá verið gerðar fokheldar og framvindan svo stöðvast. Telur HMS þetta mögulega vera merki um að byggingaverktakar haldi að sér höndunum. Landsbankinn „Ýmsir þættir kunna að hafa áhrif, svo sem verri vaxtakjör til fyrirtækja heldur en fyrir tveimur og þremur árum, verri vaxtakjör til einstaklinga og þar með minni eftirspurn eftir húsnæði til kaupa, óvissa um verðþróun á íbúðamarkaði og vaxtaþróun og einnig hærri launa- og byggingarkostnaður. Þó ber að hafa í huga að á síðustu tíu árum hefur íbúðaverð hækkað langtum hraðar en byggingarkostnaður og laun og þótt verulega hafi hægt á hækkunum íbúðaverðs er langt frá því að laun og byggingarkostnaður hafi náð í skottið á því,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir jafnframt að íbúum á Íslandi fjölgi hratt og hafi verið 3,4% fleiri á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Fjölgunin var 3,1% á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og hafði þá aldrei verið jafnmikil á einu ári. Er nú útlit fyrir að nýtt met í fólksfjölgun verði slegið á þessu ári sem auki jafnframt enn frekar eftirspurn eftir húsnæði.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira