Viðskipti innlent

Tekur við stöðu á­hættu­stjóra hjá VÍS

Atli Ísleifsson skrifar
Birgir Örn Arnarson.
Birgir Örn Arnarson. VÍS

Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn til að stýra áhættustýringu VÍS og leiða mótun áhættustýringar í hinu sameinaða félagi VÍS og Fossa.

Í tilkynningu segir að Birgir muni bera ábyrgð á samhæfðri áhættustýringu sem sé grunnurinn af ákvarðanatöku í fjárfestingum og rekstri félagsins. 

„Samhliða ráðningu Birgis verður gerð sú skipulagsbreyting hjá félaginu, að starf tryggingastærðfræðings tilheyrir nú sviði áhættustýringar. 

Birgir hefur víðtæka og mikla reynslu á sviði áhættustýringar. Hann hefur meðal annars gegnt stöðu framkvæmdastjóra áhættustýringar (e. Chief Risk Officer) í PayPal Europe og yfirmanns lausafjárgreiningar í PayPal samstæðunni. Birgir starfaði einnig sem yfirmaður markaðsáhættugreiningar (e. Head of Market Risk Analytics) á fjárfestingasviði alþjóðlega tryggingafélagsins Zurich. 

Birgir er með doktorspróf í kennilegri og hagnýtri aflfræði frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum. Hann er jafnframt með próf í verðbréfaviðskiptum. Hann hefur störf 15. ágúst,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Sam­legð af sam­run­a VÍS og Foss­a nemi allt að 750 millj­ón­um á ári

Áætlað er að samlegð af samruna VÍS og Fossum fjárfestingabanka nemi 650-750 milljónum króna á ári og komi inn að fulla eftir árið 2025. Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 krónum á hlut í yfir 2,5 krónur á hlut vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar, samkvæmt áætlunum stjórnenda félaganna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×