Réttlæti hins sterka: Dómsmál sem þanin eru út Jörgen Ingimar Hansson skrifar 4. ágúst 2023 11:31 Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar. Flestir telja að málarekstur gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti málarekstrarins, getur hins vegar farið í að aðilar málsins séu með sífelld mótmæli og kröfur sem hinn aðilinn á að vinna í. Næstum allur rekstur málsins getur farið í það. Á þennan hátt má jafnvel snúa málinu sér í hag. Algengast er að stuðst sé við ýmis lög og lagareglur sem Alþingi hefur sett: Í fyrsta lagi er það forræðisreglan, það er reglan um forræði málflytjenda á gangi málsins, það er að þeir stýri honum en síður dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður. Vilji annar aðili málsins þenja það út verður hann því seint stoppaður af. Eins og allir vita gengur það ekki upp að þrír aðilar með jafn ólíka hagsmuni og oftast er í dómsmáli reyni að stjórna framkvæmd þess óháðir hver öðrum og hver á sinn hátt. Niðurstaðan er því mikil hætta á óstjórn og að sá sem ætlar sér að ganga lengst í að þenja málið út sé sá sem ræður í raun. Allt er þetta í boði Alþingis. Í öðru lagi má nefna málshraðaregluna, það er lagaregluna um að aðilar máls eigi að hraða dómsmáli sem verða má. Hún virðist samt einkum notuð til þess að reyna að hindra að sannanir komist að þegar andstæðingurinn þarf að afla þeirra. Þá liggur allt í einu mikið á. Merkilegt er hve mikið púður getur farið í að koma í veg fyrir að hinn aðilinn geti komið sönnunargögnum að í málinu. Í þriðja lagi er það þagnarreglan. Hún gengur út á það að aðilar máls þurfa ekki að svara spurningum í réttarsal og heldur ekki að leggja fram gögn sem hinn aðili málsins krefst að hann geri, þar sem það sé afgerandi fyrir niðurstöðu málsins. Það virðist gert til þess að hygla hinum best settu í þjóðfélaginu sem reyndar kemur misindismönnum best þegar upp er staðið. Almenningur hefur sára sjaldan eitthvað að fela. Þetta gefur þeim þann möguleika að beita í staðinn gagnkröfum sem þeim hentar, sem hinn aðili málsins þarf að vinna í. Síðan má beita málshraðareglunni til þess að hindra eða tefja fyrir því að hann geti það. Í fjórða lagi er svo sú regla sem ég kalla sannleiksregluna. Hún mun ekki vera til í dómskerfinu í þeirri mynd sem ég set hana fram. Hún gengur út á það að varasamt geti verið að segja sannleikann í dómsal en oft til framdráttar að segja ósatt. Fyrir kemur að snúa má málinu sér í hag með því. Stundum mætti kalla dómsalinn vettvang lyginnar. Beiting lagareglnanna getur leitt til glundroða og gefur málflytjendum möguleika á því að stýra málinu í þann farveg sem kemur andstæðingnum sem allra verst og ýta kostnaði á hann á margvíslegan hátt í þeim mæli að helst minnir á pókerspil. Þar á sá sem hefur takmarkaðri fjárráð undir högg að sækja vegna þess að hann getur ekki lagt eins mikið undir. Uppskriftin við að tefja mál virðist vera að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lagasetning Alþingis og framkvæmd þeirra í höndum dómskerfisins gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Aðferðinni sem er, held ég, oftast beitt, má að mörgu leyti líkja við veiðar. Kastað er fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna og ásakana í þeirri von að hinn aðilinn eða dómarinn geri eitthvað sem gefur tilefni til deilna og þar með til sérstaks kostnaðar eða tafa. Vonast er til að hinn aðilinn gleypi agnið. Ef ekki er bitið á öngulinn virðist það engar afleiðingar hafa. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá að tefja málið að óþörfu og auka þannig kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Athuga þarf að þessu má kerfisbundið beita gegn þeim sem minna fé hafa á milli handa. Á þennan hátt má jafnvel hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Mér fannst það gerast í dómsmálinu sem ég lenti í og er nánar lýst í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Auðvitað má beita hvaða ráði sem ímyndunaraflið lætur manni í té. Sem dæmi má nefna að fjórum sinnum var tilkynnt að fólk erlendis frá ætlaði að vera viðstatt einhverja atburði í málinu og því frestað til þess að svo gæti orðið. Á síðustu stundu var annaðhvort beðið um að málinu væri enn frestað eða komu aflýst. Aðalatriðið var að það kom aldrei neinn en málið frestaðist um vikur eða mánuði í hvert sinn. Engu máli skiptir hve augljós ætlunin sé að þenja málið út. Réttlæti dómstólsins felst í því í boði Alþingis að jafnræði felist í því að fjárráð aðila máls skipti ekki máli jafnvel þó annar þeirra sé að leggja nánast aleiguna undir meðan hinn sé í raun að setja smáaura í púkkið miðað við fjárráð hans. Athuga þarf að lögmenn beggja aðila hafa yfirleitt fjárhagslegan ávinning af öllum töfunum og kostnaðaraukanum sem verður af ofangreindu. Athyglisvert er hve dómskerfið virðist hagstætt þeim sem vinna í því. Lögmönnum verður þannig allt til fjár hvernig sem mál fara Eins og fram kemur í bók minni Réttlæti hins sterka sem kom út fyrir stuttu síðan er megin tillaga mín að dómarinn eigi að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna aðila og stjórna öllu ferlinu frá upphafi til enda og geti kallað eftir öllum sönnunargögnum. Þá getur hann að minnsta kosti slegið afgerandi á glundroðann, hinn illfyrirsjáanlega kostnað og pókerspilið. Og þá er bara eftir að spyrja hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. Augljóslega ekki. Fyrir dómi stendur sá betur sem hefur meira milli handanna. Ég tel reyndar misindismanninn standa best að vígi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar. Flestir telja að málarekstur gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti málarekstrarins, getur hins vegar farið í að aðilar málsins séu með sífelld mótmæli og kröfur sem hinn aðilinn á að vinna í. Næstum allur rekstur málsins getur farið í það. Á þennan hátt má jafnvel snúa málinu sér í hag. Algengast er að stuðst sé við ýmis lög og lagareglur sem Alþingi hefur sett: Í fyrsta lagi er það forræðisreglan, það er reglan um forræði málflytjenda á gangi málsins, það er að þeir stýri honum en síður dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður. Vilji annar aðili málsins þenja það út verður hann því seint stoppaður af. Eins og allir vita gengur það ekki upp að þrír aðilar með jafn ólíka hagsmuni og oftast er í dómsmáli reyni að stjórna framkvæmd þess óháðir hver öðrum og hver á sinn hátt. Niðurstaðan er því mikil hætta á óstjórn og að sá sem ætlar sér að ganga lengst í að þenja málið út sé sá sem ræður í raun. Allt er þetta í boði Alþingis. Í öðru lagi má nefna málshraðaregluna, það er lagaregluna um að aðilar máls eigi að hraða dómsmáli sem verða má. Hún virðist samt einkum notuð til þess að reyna að hindra að sannanir komist að þegar andstæðingurinn þarf að afla þeirra. Þá liggur allt í einu mikið á. Merkilegt er hve mikið púður getur farið í að koma í veg fyrir að hinn aðilinn geti komið sönnunargögnum að í málinu. Í þriðja lagi er það þagnarreglan. Hún gengur út á það að aðilar máls þurfa ekki að svara spurningum í réttarsal og heldur ekki að leggja fram gögn sem hinn aðili málsins krefst að hann geri, þar sem það sé afgerandi fyrir niðurstöðu málsins. Það virðist gert til þess að hygla hinum best settu í þjóðfélaginu sem reyndar kemur misindismönnum best þegar upp er staðið. Almenningur hefur sára sjaldan eitthvað að fela. Þetta gefur þeim þann möguleika að beita í staðinn gagnkröfum sem þeim hentar, sem hinn aðili málsins þarf að vinna í. Síðan má beita málshraðareglunni til þess að hindra eða tefja fyrir því að hann geti það. Í fjórða lagi er svo sú regla sem ég kalla sannleiksregluna. Hún mun ekki vera til í dómskerfinu í þeirri mynd sem ég set hana fram. Hún gengur út á það að varasamt geti verið að segja sannleikann í dómsal en oft til framdráttar að segja ósatt. Fyrir kemur að snúa má málinu sér í hag með því. Stundum mætti kalla dómsalinn vettvang lyginnar. Beiting lagareglnanna getur leitt til glundroða og gefur málflytjendum möguleika á því að stýra málinu í þann farveg sem kemur andstæðingnum sem allra verst og ýta kostnaði á hann á margvíslegan hátt í þeim mæli að helst minnir á pókerspil. Þar á sá sem hefur takmarkaðri fjárráð undir högg að sækja vegna þess að hann getur ekki lagt eins mikið undir. Uppskriftin við að tefja mál virðist vera að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lagasetning Alþingis og framkvæmd þeirra í höndum dómskerfisins gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Aðferðinni sem er, held ég, oftast beitt, má að mörgu leyti líkja við veiðar. Kastað er fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna og ásakana í þeirri von að hinn aðilinn eða dómarinn geri eitthvað sem gefur tilefni til deilna og þar með til sérstaks kostnaðar eða tafa. Vonast er til að hinn aðilinn gleypi agnið. Ef ekki er bitið á öngulinn virðist það engar afleiðingar hafa. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá að tefja málið að óþörfu og auka þannig kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Athuga þarf að þessu má kerfisbundið beita gegn þeim sem minna fé hafa á milli handa. Á þennan hátt má jafnvel hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Mér fannst það gerast í dómsmálinu sem ég lenti í og er nánar lýst í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Auðvitað má beita hvaða ráði sem ímyndunaraflið lætur manni í té. Sem dæmi má nefna að fjórum sinnum var tilkynnt að fólk erlendis frá ætlaði að vera viðstatt einhverja atburði í málinu og því frestað til þess að svo gæti orðið. Á síðustu stundu var annaðhvort beðið um að málinu væri enn frestað eða komu aflýst. Aðalatriðið var að það kom aldrei neinn en málið frestaðist um vikur eða mánuði í hvert sinn. Engu máli skiptir hve augljós ætlunin sé að þenja málið út. Réttlæti dómstólsins felst í því í boði Alþingis að jafnræði felist í því að fjárráð aðila máls skipti ekki máli jafnvel þó annar þeirra sé að leggja nánast aleiguna undir meðan hinn sé í raun að setja smáaura í púkkið miðað við fjárráð hans. Athuga þarf að lögmenn beggja aðila hafa yfirleitt fjárhagslegan ávinning af öllum töfunum og kostnaðaraukanum sem verður af ofangreindu. Athyglisvert er hve dómskerfið virðist hagstætt þeim sem vinna í því. Lögmönnum verður þannig allt til fjár hvernig sem mál fara Eins og fram kemur í bók minni Réttlæti hins sterka sem kom út fyrir stuttu síðan er megin tillaga mín að dómarinn eigi að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna aðila og stjórna öllu ferlinu frá upphafi til enda og geti kallað eftir öllum sönnunargögnum. Þá getur hann að minnsta kosti slegið afgerandi á glundroðann, hinn illfyrirsjáanlega kostnað og pókerspilið. Og þá er bara eftir að spyrja hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. Augljóslega ekki. Fyrir dómi stendur sá betur sem hefur meira milli handanna. Ég tel reyndar misindismanninn standa best að vígi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun