Körfubolti

Fundu körfuboltamann látinn í íbúðinni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Terrence Butler glímdi við meiðsli fyrstu tvö ár sín í háskóla.
Terrence Butler glímdi við meiðsli fyrstu tvö ár sín í háskóla. @DrexelDragons

Körfuboltamaðurinn Terrence Butler fannst látinn í íbúð sinni á háskólasvæði Drexel skólans í Philadelphia borg.

Butler fannst á miðvikudaginn. Lögreglan fékk símtal rétt fyrir níu um morguninn og við komuna var kallað á lækni. Hann úrskurðaði Butler látinn um þrjátíu mínútum síðar.

John Fry, forseti Drexel háskólans, staðfesti fréttirnar og sendu samúðarkveðjur til ættingja og vina Terrence.

„Í viðbót við það að vera íþróttamaður í skólanum þá tók hann þátt í fjölmörgu öðru hjá skólanum og var meðlimur í mörgum félögum í skólanum. Hann átti marga vini út um allt háskólasamfélagið,“ sagði John Fry í yfirlýsingu.

Lýðheilsu stofnun Philadelphiu borgar staðfesti seinna að Butler hefði framið sjálfsmorð með byssu og að lögreglan væri búin að loka málinu.

Butler var frá Upper Marlboro í Maryland fylki og hafði spilað með Drexel liðinu undanfarin tvö ár.

Butler fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á síðasta vetri en glímdi við meiðsli bæði árin sem héldu mikið aftur af honum inn á körfuboltavellinum.

Tvær systur Butler spiluðu líka körfubolta í háskóla.

„Fjölskyldan er harmi lostin yfir því að missa Terrence. Hann var ljúf og vingjarnleg sál sem var svo gaman að vera í kringum. Hann var elskaður af svo mörgum og verður ákaft saknað. Við þökkum fyrir alla þá ást og stuðning sem við höfum fengið á þessum erfiða tíma,“ sagði í yfirlýsingu frá foreldrum hans Dönu og Terrence Butler eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×