Viðskipti innlent

Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að

Árni Sæberg skrifar
Þessi sjö voru kjörin í stjórn Íslandsbanka.
Þessi sjö voru kjörin í stjórn Íslandsbanka. vísir

Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður.

Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin:

  • Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar.
  • Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi

  • Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður
  • Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki
  • Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf
  • Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf.
  • Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf.

Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn.

Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn

Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf,  var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn.

Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf.

79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu.

Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum.

Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar.


Tengdar fréttir

Segist hafa fengið skýra heimild til þátt­töku

Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu.

Ís­lands­banki hagnaðist um 12,4 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×