Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 12:40 Þessi sjö voru kjörin í stjórn Íslandsbanka. vísir Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin: Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn. Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf, var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn. Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. 79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu. Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum. Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar. Íslandsbanki Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin: Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn. Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf, var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn. Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. 79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu. Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum. Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar.
Íslandsbanki Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52
Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22