Viðskipti innlent

Segist hafa fengið skýra heimild til þátt­töku

Árni Sæberg skrifar
Ari Daníelsson var stjórnarmaður í Íslandsbanka í rúmt ár.
Ari Daníelsson var stjórnarmaður í Íslandsbanka í rúmt ár. Vísir

Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu.

Þetta kom fram þegar Ari kvað sér hljóðs á hluthafafundi bankans í hádeginu. Hann segist hafa tekið sæti í stjórn bankans þremur dögum áður en útboðið hófst og að stjórn hafi ekki komið saman áður en það hófst. Hann hafi fyrir tilviljun verið staddur á fundi með regluverði bankans þegar útboðið hófst. 

Þá hafi hann spurt regluvörðinn hvort hann mætti taka þátt í útboðinu og fengið þau svör að ekkert stæði því í vegi. Hann hafi því ákveðið að leggja fram tilboð upp á 122 krónur á hlut fyrir alls 55 milljónir króna í gegnum eignahaldsfélag í hans eigu, sem skilgreint er sem fagfjárfestir. Þá hafi hann ekki keypt í gegnum Íslandsbanka heldur annan framkvæmdaraðila útboðsins.

Ari segir að hann hafi ákveðið að kaupa hlut í bankanum vegna þeirrar skoðunar sinnar að stjórnarmenn í skráðum almenningshlutafélögum ættu að eiga hlut í félaginu. Þá hafi hann metið það sem svo, sem áhættufælinn langtímafjárfestir, að hlutur í Íslandsbanka væri góð fjárfesting.

„Þátt­taka mín var óheppi­leg. Ég sá það ekki fyr­ir og mér þykir það miður. Ég harma það að hafa ekki metið þátt­töku mína frá fleiri hliðum,“ sagði Ari.


Tengdar fréttir

Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka

Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×