Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 15:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, þakkar teymi sínu fyrir góða vinnu. Flugfélagið hagnaðist um 53 milljónir á ársfjórðungnum. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira