Viðskipti innlent

Finna ekki fólk til að selja áfengi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sælgætið Djúpur rekur rætur sínar til Djúpavogs og þar er einnig vinsælt að skoða listaverkin Eggin í Gleðivík.
Sælgætið Djúpur rekur rætur sínar til Djúpavogs og þar er einnig vinsælt að skoða listaverkin Eggin í Gleðivík. Vísir/Vilhelm

Opnunartími Vínbúðarinnar á Djúpavogi í Múlaþingi hefur verið takmarkaður og verður hún nú aðeins opin þrisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Illa gengur að manna Vínbúðina.

Í tilkynningu á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir að breytingin sé óhjákvæmileg. Ekki hafi verið hægt að manna Vínbúðina og því þurfi að stytta tímann.

Frá og með deginum í dag verður opið mánudaga, miðvikudag og föstudaga frá klukkan 16 til 18. Lokað verður á þriðjudögum, fimmtudögum og um helgar.

Þyrstir íbúar á Djúpavogi komast í rýmri opnunartíma Vínbúðarinnar á Fáskrúðsfirði og Höfn. Til að komast þangað þarf þó að aka í um eina og hálfa klukkustund, aðra leið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×